To see the other types of publications on this topic, follow the link: Samskipti.

Journal articles on the topic 'Samskipti'

Create a spot-on reference in APA, MLA, Chicago, Harvard, and other styles

Select a source type:

Consult the top 50 journal articles for your research on the topic 'Samskipti.'

Next to every source in the list of references, there is an 'Add to bibliography' button. Press on it, and we will generate automatically the bibliographic reference to the chosen work in the citation style you need: APA, MLA, Harvard, Chicago, Vancouver, etc.

You can also download the full text of the academic publication as pdf and read online its abstract whenever available in the metadata.

Browse journal articles on a wide variety of disciplines and organise your bibliography correctly.

1

Vilhelmsdóttir, Hildur, and Auður Hermannsdóttir. "Samskipti án orða. Tengsl óyrtrar hegðunar yfirmanns og tilfinningalegrar líðan starfsfólks." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 16, no. 2 (December 30, 2019): 91–104. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.5.

Full text
Abstract:
Líðan starfsfólks getur haft rekstrarleg áhrif á fyrirtæki og því er mikilvægt fyrir stjórnendur að leggja áherslu á að starfsfólki líði vel. Yfirmenn geta aukið líkur á því með því að leggja áherslu á að eiga í góðum samskiptum við það. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl á milli upplifunar af óyrtum samskiptum yfirmanns og tilfinningalegri líðan starfsfólks. Einblínt var á þrjár gerðir tilfinningalegrar líðan sem eru mikilvægar þegar kemur að líðan starfsfólks í vinnu; tilfinningalegan stuðning, tilfinningalega vinnu og tilfinningalegt gildi. Í gegnum rafrænt hentugleikaúrtak fengust svör frá 802 einstaklingum á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar sýndu að upplifun á óyrtum samskiptum yfirmanna hefur jákvæð tengsl við tilfinningalegan stuðning sem felst m.a. í því að yfirmenn séu aðgengilegir og hlusti á starfsfólk. Upplifun á jákvæðum óyrtum samskiptum yfirmanna reyndist jafnframt draga úr skynjun starfsfólks á tilfinningalegri vinnu en slík vinna getur verið óæskileg og haft neikvæð áhrif á starfsfólk. Að auki sýndu niðurstöðurnar að skynjun starfsfólks á tilfinningalegu gildi er jákvæðara ef það upplifir jákvæð óyrt samskipti frá yfirmanni sínum, en fyrri rannsóknir hafa sýnt að jákvætt tilfinningalegt gildi hefur jákvæð áhrif á starfsánægju og leiðir til jákvæðrar hegðunar inni á vinnistöðum. Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar eru það fyrst og fremst óyrt samskipti sem snúa að andlitstjáningu og líkamstjáningu sem skýra tilfinningalega líðan starfsfólks. Yfirmenn ættu því að leggja áherslu á að halda augnsambandi við starfsfólk sitt þegar samskipti eiga sér stað og sýna jákvæð svipbrigði eins og bros. Jafnframt ætti að leggja áherslu á afslappaða en líflega líkamsstöðu, t.d. með því að nota hendurnar þegar talað er. Rannsóknin styrkir fræðilegar undirstöður varðandi samskipti á vinnustað og veitir innsýn í lítið rannsakað viðfangsefni á sviði stjórnunar.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
2

Sigurjónsson, Þröstur Olaf, and J. Bjarni Magnússon. "Samskipti fagfjárfesta við félög sem þeir eru hluthafar í." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 16, no. 2 (December 30, 2019): 105–999. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.6.

Full text
Abstract:
Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi skráðra félaga á íslenskum hlutabréfamarkaði síðasta áratug. Á því tímabili hafa fagfjárfestar orðið fyrirferðarmiklir á markaðnum. Þessi rannsókn varpar ljósi á það með hvaða hætti íslenskir fagfjárfestar eiga í samskiptum við skráð félög þar sem þeir eru hluthafar. Enn fremur hvort og hvernig þeir nota eignarhald sitt til þess að hafa áhrif á starfsemi viðkomandi félaga, þá sérstaklega stjórnarhætti. Helstu niðurstöður eru þær að samskipti íslenskra fagfjárfesta við þau félög sem fjárfest er í á sér stað bakvið tjöldin með fundum og óformlegum samskiptum. Það gerist jafnframt með því að vinna með eða á móti tillögum annarra hluthafa og kjósa með eða gegn þeim á hluthafafundum. Þetta er í samræmi við það sem gerist í nágrannalöndum Íslands nema hvað gagnsæi er þar meira í samskiptum en á Íslandi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
3

Tryggvadóttir, Álfheiður, and Sigrún Gunnarsdóttir. "„Þetta er bara hoppa út í djúpu laugina og gera sitt besta“." Tímarit um uppeldi og menntun 32, no. 1-2 (January 8, 2024): 61–81. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2023.32.4.

Full text
Abstract:
Vísbendingar eru um að vanlíðan kennara í starfi sé að aukast og eru helstar ástæður taldar vera aukið álag í starfi og skortur á stuðningi sem aftur tengist líkum á því að nýliðar hætti störfum. Rannsóknin er um upplifun og líðan grunnskólakennara í upphafi starfs. Tekin voru eigindleg viðtöl við níu kennara sem allir eru starfandi grunnskólakennarar. Leitast var við að varpa ljósi á reynslu kennaranna og líðan í sambandi við móttökuferli í upphafi starfs og samskipti og stuðning stjórnenda og samstarfsfólks. Niðurstöður sýna að nýliðum finnst kennarastarfið vera fjölbreytt en jafnframt krefjandi. Fram komu vísbendingar um að auka þyrfti vægi samskipta með áherslu á jákvæð og uppbyggileg samskipti ásamt því að auka stuðning stjórnenda. Af niðurstöðunum má draga þá ályktun að styrkja þurfi móttökuferli nýrra kennara og gera ráðstafanir til að minnka álag og óöryggi í upphafi kennsluferils og að liður í því sé að styðja sjálfstraust nýliða og vellíðan í starfi. Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið framlag til þekkingar á þáttum sem styrkja þarf til að auka starfsánægju og vellíðan kennara við upphaf starfs og þar með líkur á að þeir haldist í starfi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
4

Björnsson, Steinar, Jóhann Ág Sigurðsson, Alma Eir Svavarsdóttir, and Gunnar Helgi Guðmundsson. "Tilvísanir til hjartalækna. Viðhorf hjartasjúklinga og samskipti lækna." Læknablaðið 2010, no. 05 (May 1, 2010): 335–40. http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2010.05.293.

Full text
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
5

Gunnþórsdóttir, Hermína, and Lilja Rós Aradóttir. "Þegar enginn er á móti er erfitt að vega salt: Reynsla nemenda af erlendum uppruna af íslenskum grunnskóla." Tímarit um uppeldi og menntun 30, no. 1 (July 2, 2021): 51–70. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2021.30.3.

Full text
Abstract:
Frá síðustu aldamótum hefur íslenskt samfélag tekið hröðum breytingum og hefur hlutfall íbúa sem teljast innflytjendur aukist úr 2,6% árið 2000 í 15% árið 2020 (Hagstofa Íslands, e.d.). Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að öðlast skilning á upplifun, samskiptum og félagslegri þátttöku nemenda af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum með það að leiðarljósi að koma betur til móts við náms- og félagslegar þarfir þessa nemendahóps. Tekin voru viðtöl við átta grunnskólanemendur af erlendum uppruna í 6., 7., 9. og 10. bekk í einum skóla á landsbyggðinni. Leitast var við að skilja hvernig skólinn mætti þörfum þeirra og á hvaða hátt hann styddi nemendur í daglegu lífi ásamt því að skoða hvernig tengslum þeirra við aðra nemendur skólans af íslenskum uppruna væri háttað. Fjallað verður um niðurstöður rannsóknarinnar út frá eftirfarandi þemum: móðurmál og mikilvægi þess; að upplifa sig öðruvísi; stuðningur í námi; samskipti og félagsleg þátttaka. Lærdómur rannsóknarinnar fyrir skólastarf er meðal annars sá að til að þessi nemendahópur fái betur notið sín og styrkleika sinna er mikilvægt að skólinn hafi frumkvæði að því að skilja og greina þarfir nemendanna.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
6

Aðalsteinsdóttir, Auður. "Pósthúmanískir draumar. Karlar, konur og náttúra í listamannaþríleik Gyrðis Elíassonar." Íslenskar nútímabókmenntir 20, no. 2 (2020): 215–63. http://dx.doi.org/10.33112/ritid.20.2.9.

Full text
Abstract:
Fyrri hluti greinarinnar rekur hvernig listamannaþríleikur Gyrðis Elíassonar tekst á við tvær hefðir bókmennta sem gjarnan eru samtengdar; ákveðna tegund skrifa um náttúruna annars vegar og hins vegar skrif um hlutskipti listamanna, nánar tiltekið melankólískra snillinga. Bent er á að um karllega hefð er að ræða og færð rök fyrir því að samskipti kynjanna gegni grundvallarhlutverki í bæði fagurfræðilegu og umhverfispólitísku erindi bókanna. Í seinni hluta greinarinnar er fjallað áfram um þessa vídd þríleiksins, ekki síst hugmyndir um póstnáttúru og pósthúmanisma sem lesa má úr sumum verkum Gyrðis, í ljósi stóuspeki og út frá sjónarhorni femínískrar vistrýni. Kenningar um eignun og skaðlega tvíhyggju eru notaðar til að kanna að hvaða leyti þá tilfinningu sögupersóna Gyrðis að þær hafi brugðist sem listamenn megi rekja til þess að þeim tekst ekki að skapa tengingu við aðra. Niðurstaðan sýnir hversu stóru hlutverki krafa stóuspekinnar um að uppfylla skyldur sínar gagnvart sjálfum sér, öðrum og umhverfinu gegnir í hinni margslungnu heimspekilegu lífssýn er liggur að baki fagurfræðilegri og umhverfispólitískri yfirlýsingu þríleiksins.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
7

Eiríksdóttir, Elsa. "Nám í skóla og á vinnustað: Viðhorf og reynsla sveina, kennara og meistara af tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina." Tímarit um uppeldi og menntun 26, no. 1-2 (December 22, 2017): 43. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2017.26.3.

Full text
Abstract:
Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig nám í tvískiptu kerfi löggiltra iðngreina fer fram á Íslandi, nánar tiltekið hvort samfella sé í skipulagi námsins og samhengi milli námsins í skóla og á vinnustað. Tekin voru viðtöl við sveina, kennara og meistara (átta í hverjum hóp) í fjórum iðngreinum. Niðurstöður benda til þess að tvískipta kerfið sé að miklu leyti rekið eins og tvö samhliða námskerfi og ekki sé nægilega hugað að því að námið myndi samfellda heild. Samskipti eru óformleg og ábyrgð á samræmingu virðist hvergi vera skilgreind. Einnig sýndu niðurstöður að styrkleikar námsins í skólanum eru veikleikar námsins á vinnustað og öfugt, og því getur verið erfitt að tryggja gæði námsins í heild. Tvískipta kerfið í löggiltum iðngreinum ætti að geta boðið upp á góða heildstæða þjálfun en víða þarf að lagfæra fyrirkomulag til að tryggja gæði og samfellu náms. Rannsóknarverkefnið var styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu í gegnum verkefnið Nám er vinnandi vegur og af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
8

Einarsdóttir, Jóhanna, and Eyrún María Rúnarsdóttir. "Fullgildi leikskólabarna í fjölbreyttum barnahópi: Sýn og reynsla foreldra." Tímarit um uppeldi og menntun 31, no. 1 (August 4, 2022): 43–67. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.3.

Full text
Abstract:
Markmið rannsóknarinnar var að leita eftir sjónarmiðum foreldra um samstarf, starfshætti, samskipti og félagslega þætti leikskólastarfs í leikskóla barna þeirra. Börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn geta staðið höllum fæti þegar kemur að félagslegum þáttum starfsins. Tilgangurinn er að fá innsýn í sjónarmið foreldra um fullgildi barna þeirra í leikskólastarfi og varpa þannig ljósi á mikilvægi þess að koma til móts við fjölbreytta barnahópa og sýna hvernig börn með önnur móðurmál og aðra heimamenningu geta auðgað og bætt leikskólastarfið. Þátttakendur voru 300 foreldrar leikskólabarna sem svöruðu rafrænum spurningalista. Tæplega 90% þátttakenda voru fædd á Íslandi. Flestir foreldrar töldu börn sín hafa sterka stöðu í jafningjahóp, þau ættu vini, væru hluti leikskólasamfélagsins og hlustað væri á þau. Foreldrar af erlendum uppruna höfðu frekar áhyggjur af því að börn þeirra væru útilokuð vegna menningar eða tungumáls og þeir óskuðu eftir betri stuðningi við börnin til fullgildis. Þessir foreldrar voru ólíklegri en aðrir til að finnast þeir vera með í ráðum um starfshætti leikskólans og treystu sér síður til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
9

Svavarsdóttir, Ásta. "Málþróun og samfélagsbreytingar á síðari hluta 19. aldar: Málnotkun í fjölskyldubréfum." Orð og tunga 23 (2021): 35–68. http://dx.doi.org/10.33112/ordogtunga.23.3.

Full text
Abstract:
Í greininni er fjallað um áhrif þjóðfélagsbreytinga og annarra ytri þátta á málnotkun og málþróun á síðari hluta 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu í ljósi rannsóknar á úrvali fjölskyldubréfa frá tímabilinu 1878–1905. Einkum er litið til mögulegra áhrifa af auknum félagslegum og landfræðilegum hreyfanleika, m.a. þéttbýlismyndun, og vaxandi og útbreiddari máltengsla, sérstaklega við dönsku. Einnig er horft til viðleitni til aukinnar málstöðlunar, einkanlega í ritmáli, og áhrifa hennar á málnotkun almennings. Í bréfaúrvalinu sem var kjarni rannsóknarinnar eru 69 bréf skrifuð af tveimur bræðrum og þremur systrum, þar af einni hálfsystur. Innan hópsins eru bæði líkindi og andstæður: Allir bréfritararnir eru á svipuðum aldri og alsystkinin fjögur ólust upp saman og höfðu sama félagslega bakgrunn. Andstæður innan hópsins felast einkum í kyni, menntun (og ekki síst mennturnarmöguleikum) bræðra og systra, búsetu í þéttbýli (alsystkinin) eða dreifbýli (hálfsystir) og í mismunandi landshlutum og mismiklum tengslum einstakra bréfritara við önnur tungumál vegna menntunar, búsetu og hreyfanleika. Rannsóknin beindist að tveimur máleinkennum, sem bæði voru umrædd og tengjast málstöðlunar­viðleitni á umræddu tímabili: Annars vegar tilbrigðum í nútíð eintölu af sögninni hafa, þar sem sumir vildu nota eldri myndirnar (ég) hefi og (þú/hann) hefir og mæltu með þeim frekar en myndunum hef og hefur sem samkvæmt samtímalýsingum voru orðnar ráðandi á þessum tíma, jafnvel þótt skiptar skoðanir hafi verið á vali afbrigða. Hins vegar notkun aðkomuorða – sérstaklega nýlegra og/eða framandlegra orða – bæði m.t.t. umfangs þeirra í bréfum einstakra bréfritara og þess hvers konar orð þeir notuðu. Í því tilviki voru tveir andstæðir áhrifaþættir virkir á þessum tíma. Í málumræðu var almennt amast við erlendum mál­áhrifum og ætla má að það hafi unnið gegn notkun aðkomuorða, sérstaklega í rituðu máli, en aukin erlend samskipti og ýmiss konar nýjungar sem bárust frá útlöndum hafa aftur á móti ýtt undir erlend áhrif í málinu, ekki síst í þéttbýli. Í greininni eru birtar niðurstöður úr rannsókninni á þessum tveimur atriðum í bréfaúrvalinu. Þær eru í sumum tilvikum bornar saman við frekari gögn frá sama skeiði, bæði önnur skrif sömu bréfritara og skrif annarra, til þess að fá skýrari mynd af þeim vísbendingum sem niðurstöðurnar gefa um samband málnotkunar og ýmissa málfélagslegra þátta, t.d. búsetu, kyns og menntunar einstaklinga, og um áhrif samfélagsbreytinga eins og vaxandi þéttbýlismyndunar og aukinna erlendra samskipta á mál og málnotkun.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
10

Knútsdóttir, Jana Katrín, Sigrún Gunnarsdóttir, and Kári Kristinsson. "Þróun starfsumhverfis á landspítala: Kulnun í starfi, starfsánægja og gæði þjónustu." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 16, no. 2 (December 30, 2019): 37–52. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2019.16.2.3.

Full text
Abstract:
Undanfarið hefur umræða um heilbrigðismál hér á landi beinst að aðstæðum og álagi innan Landspítala háskólasjúkrahússins en fræðilegar rannsóknir um vandann eru fáar. Hjúkrunarfræðingar eru stærsta starfsstétt heilbrigðisþjónustunnar og erlendar rannsóknir varpa ljósi á mikilvægi þeirra varðandi gæði þjónustu, öryggi sjúklinga og dánartíðni. Einnig sýna rannsóknir að vinnuálag hjúkrunarfræðinga er að aukast og einkenni kulnunar í starfi að verða algengari. Viðfangsefni rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar og ljósmæður á Landspítala meta starfsumhverfi sitt, starfsánægju og einkenni kulnunar í starfi og gæði þjónustu á Landspítala. Gerð var rafræn viðhorfskönnun meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspitala í nóvember 2015. Gögnin voru borin saman við gagnasafn fyrri rannsóknar frá árinu 2002 með sama mælitæki, á sama stað, með sömu aðferð við öflun þátttakenda og við greiningu gagna. Helstu niðurstöður sýna að einkenni kulnunar eru orðin algengari og alvarlegri, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður telja mönnun vera ábótavant, tvöfalt fleiri ætla nú að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum en mat á gæðum þjónustu hefur lítið breyst milli rannsókna. Sömu áhrifaþættir kulnunar í starfsumhverfi komu í ljós í báðum rannsóknum, þ.e. mönnun, stjórnun á deild og samskipti. Rannsóknin er mikilvægt framlag til umræðu um þróun heilbrigðiskerfisins og veitir starfsmönnum, stjórnendum og stjórnvöldum innsýn í starfsumhverfi á Landspítala og leiðir til úrbóta.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
11

Einarsdóttir, Jóhanna, and Sara M. Ólafsdóttir. "Fullgildi í leikskóla: Sjónarmið barna og starfsfólks." Tímarit um uppeldi og menntun 29, no. 2 (December 16, 2020): 113–31. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2020.29.6.

Full text
Abstract:
Markmið rannsóknarinnar er að bæta við þekkingu á sýn leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á þátttöku sína og vellíðan í leikskólanum. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Hugtakið fullgildi (e. belonging) var notað til að varpa ljósi á félagsleg samskipti og þátttöku barnanna í samfélagi leikskólans. Rannsóknin var gerð á leikskóladeild þar sem dvöldu saman 19 börn og fjórir starfsmenn. Níu börn kusu að taka þátt eftir að hafa fengið leyfi frá foreldrum og útskýringar á því hvað þátttakan fæli í sér. Einnig voru könnuð viðbrögð starfsfólks leikskólans við sjónarmiðum barnanna. Börnin tóku myndir á spjaldtölvur og voru myndirnar notaðar sem kveikja að samræðu um fullgildi þeirra í leikskólanum. Niðurstöðurnar benda til þess að í hugum barnanna snúist fullgildi aðallega um vináttutengsl þeirra við önnur börn í leikskólanum. Börnin léku sér frekar við börn með svipaðan tungumála- og menningarbakgrunn og þau sjálf. Börn með annan bakgrunn en íslenskan voru frekar útilokuð frá leik en börn með íslenskan bakgrunn. Börnin, sem tóku þátt, voru sjálfstæð og sjálfbjarga í daglegu starfi leikskólans og leituðu ekki til starfsfólksins eftir stuðningi þegar eitthvað bjátaði á, heldur drógu sig frekar í hlé. Starfsfólkið ígrundaði starfshætti sína út frá sjónarmiðum barnanna og hafði ýmsar hugmyndir um fullgildi þeirra. Þær hugmyndir virtust þó ekki endurspeglast nema að litlu leyti í starfsháttum þess.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
12

Hermannsdóttir, Auður, and Karen Arnarsdóttir. "Gagnkvæmur ávinningur fyrirtækja og neytenda af sterkum vörumerkjasamfélögum." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 11, no. 1 (June 15, 2014): 24. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2014.11.1.2.

Full text
Abstract:
Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að beita samfélagsmiðlum sem hluta af markaðstólum sínum, sér í lagi til að efla samskipti við neytendur. Vörumerkjasamfélög eru sérhæfð samfélög, byggð upp á samfélagsmiðlum í kringum félagsleg tengsl fylgjenda ákveðins vörumerkis eða fyrirtækis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort vörumerkjasamfélög geti skilað ávinningi bæði fyrir neytendur og fyrirtæki. Rafrænu hentugleikaúrtaki var beitt þar sem þátttakendur (N=247) tóku afstöðu til ýmissa fullyrðinga sem ætlað var að meta styrk vörumerkjasamfélags, virði fyrir neytendur og tryggð gagnvart fyrirtæki eða vörumerki. Niðurstöðurnar sýna að sterkt vörumerkjasamfélag, þar sem upplýsingum er miðlað og ýtt er undir þátttöku meðlima, skapar virði fyrir neytendur. Félagslegt tengslanet þeirra styrkist, þeir upplifa ávinning af þátttöku og sjá gagn í þeim upplýsingum sem miðlað er innan samfélagsins. Niðurstöðurnar sýna að virðið sem neytendur njóta vegna vörumerkjasamfélagsins leiðir til aukinnar tryggðar þeirra gagnvart viðkomandi fyrirtæki eða vörumerki. Aukin tryggð skapast ekki eingöngu vegna styrks samfélagsins heldur í gegnum það virði sem skapast fyrir neytendur. Þessar niðurstöður eru veigamiklar fyrir fyrirtæki og mikilvægt framlag til fræðanna um stjórnun vörumerkjasamfélaga. Líkt og í öðru markaðsstarfi er hér sýnt fram á að útgangspunkturinn þarf fyrst og fremst að vera viðskiptavinurinn og það virði sem skapað er fyrir hann. Sé hugað að auknu virði fyrir viðskiptavini í gegnum þátttöku í vörumerkjasamfélagi er það líklegt til að leiða til ávinnings fyrir fyrirtæki í formi aukinnar tryggðar.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
13

Aspelund, Edda Ýr Georgsdóttir, Sara Sturludóttir, and Magnús Þór Torfason. "Notkun Agile á Íslandi." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 19, no. 2 (December 19, 2022): 55–78. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.4.

Full text
Abstract:
Hér er til skoðunar notkun forskrifta sem kenndar eru við Agile. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða Agile út frá upplifun starfsfólks og byggir rannsóknin á eigindlegri rannsóknaraðferð. Gagnaöflun fór fram með viðtölum við 25 starfsmenn nýskapandi hugbúnaðarfyrirtækja hjá samtals 10 fyrirtækjum. Til að fá sem best yfirlit yfir notkun Agile hér á landi var áhersla lögð á að skoða fyrirtæki með ólíkan starfsmannafjölda, allt frá sprotafyrirtækjum yfir í stór rótgróin fyrirtæki. Niðurstöður leiddu í ljós að enginn viðmælandi taldi sitt teymi starfa eftir einni skilgreindri Agile forskrift, heldur aðlöguðu fyrirtækin Agile ferla að eigin aðstæðum og stærð fyrirtækis. Þær forskriftir sem fyrirtækin notuðust við áttu þó margt sameiginlegt með þeim Agile forskriftum sem kenndar eru við Scrum og Kanban. Niðurstöðurnar vörpuðu einnig ljósi á mannlega þætti í útfærslu á Agile forskriftum og gáfu til kynna að helstu kostir við notkun á Agile væru aukin samskipti bæði innan teymis og við notendur ásamt auknum sveigjanleika. Þó komu einnig í ljós áskoranir við að starfa eftir Agile aðferðafræði. Ferlarnir þóttu auka gæði og sveigjanleika við þróun nýrra lausna í krefjandi umhverfi nýsköpunar sem leiddu til tíðra breytinga sem viðmælendur upplifðu sem andlega áskorun, jafnvel þótt Agile ferlar reyndust gagnlegir til að takmarka áhrif óvissu á vöruna sjálfa. Niðurstöður rannsóknarinnar varpa ljósi á mikilvægi þess að þekkja þessar áskoranir og gætu nýst til draga úr áhrifum þeirra með aukinni þekkingu.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
14

Hermannsdóttir, Auður, and Alexandra Diljá Bjargardóttir. "Rafrænt umtal á samfélagslegum tengslamyndunarsíðum." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 10, no. 1 (June 15, 2013): 21. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2013.10.1.1.

Full text
Abstract:
Þegar samskipti fólks á netinu snúast um vörur, þjónustu, fyrirtæki eða vörumerki er talað um að það eigi sér stað rafrænt umtal. Rafrænt umtal getur breiðst út til gríðarlega margra og á miklum hraða. Það getur þannig náð til mun fleiri og mun hraðar en hið hefðbundna umtal og áhrif þess geta því orðið töluvert meiri. Viðfangsefni rannsóknarinnar var rafrænt umtal á vinsælasta samfélagsmiðli dagsins í dag, Facebook. Markmiðið var að kanna þátttöku í rafrænu umtali, trúverðugleika umtals, mat fólks á áhrifum umtals á ímynd fyrirtækja og kaupáform. Jafnframt var kannað hvort tengsl væru á milli þátttöku í rafrænu umtali og áhrifum umtals á ímynd annars vegar og áhrifum á kaupáform hins vegar. Með rafrænu snjóboltaúrtaki var spurningalisti lagður fyrir notendur Facebook. Niðurstöðurnar benda til þess að bein þátttaka í rafrænu umtali sé ekki ýkja mikil. Algengara er að um skoðanaveitingu sé að ræða heldur en skoðanaleit, þá sér í lagi að fólk sé að miðla jákvæðum upplýsingum um vörur eða þjónustu. Mestur trúverðugleiki upplýsinga um vörur og þjónustu fyrirtækja virðist vera gagnvart umtali sem kemur frá einstaklingum sem fólk þekkir. Næst á eftir koma upplýsingar frá vefsíðum fyrirtækja og svo umsagnir almennra neitenda. Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif rafræns umtals á ímynd fyrirtækja séu nokkur að mati fólks og jafnframt áhrif þess á kaupáform. Tæplega helmingur þátttakenda kvaðst beinlínis hafa keypt vöru eða þjónustu eftir að einhver mælti með því á Facebook. Nokkuð sterk jákvæð tengsl reyndust vera á milli þátttöku í rafrænu umtali og mats á áhrifum umtals á ímynd annars vegar og á kaupáform hins vegar.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
15

Karlsdóttir, Ingibjörg, and Sigrún Harðardóttir. "„Leyfum börnunum að blómstra þar sem þau hafa styrkleikana“. Reynsla foreldra af stuðningi við börn með námserfiðleika." Tímarit um uppeldi og menntun 31, no. 1 (August 4, 2022): 25–41. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2022.31.2.

Full text
Abstract:
Hér er sagt frá niðurstöðum rannsóknar á upplifun og reynslu foreldra barna sem stríða við námserfiðleika í grunnskólum og hafa verið greind með ADHD, einhverfu, almenna og sértæka námserfiðleika, tilfinninga- og félagslega erfiðleika og tourette-heilkenni. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem snýst um stuðning við grunnskólanemendur með námserfiðleika. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að kanna reynslu foreldra af þeim stuðningi sem börnum þeirra stendur til boða innan skóla. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun og reynsla foreldra barna með námserfiðleika af stuðningi innan grunnskóla? Tekin voru fimm rýnihópaviðtöl við foreldra. Alls tóku 22 foreldrar þátt. Niðurstöður sýna ánægju foreldra með ýmsa þætti í skólastarfinu, svo sem einstaklingsnámskrá, námsver og hvernig unnið var með aðlögun náms til að mæta þörfum barnanna. Foreldrar voru aftur á móti ekki eins ánægðir með samskiptin milli skóla og heimilis, álag vegna heimanáms og framboð á námsefni fyrir börnin. Heildarniðurstöður sýna að foreldrar kalla eftir bættum samskiptum milli skóla og heimila, auknum stuðningi fyrir börnin og breyttum áherslum í námi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
16

Steinþórsson, Runólfur Smári, and Þröstur Olaf Sigurjónsson. "Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja í fræðilegu og hagnýtu ljósi: Dæmi frá Íslandi." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 19, no. 1 (June 28, 2022): 95–116. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.1.5.

Full text
Abstract:
Stjórnarhættir fyrirtækja hafa fest sig í sessi sem sjálfstætt fag á síðustu áratugum. Fyrst í stað voru rannsóknir á stjórnarháttum afmarkaðar við þróun kenninga á þeim umboðs- og eftirlitsvanda sem varð til þegar eigendur fyrirtækja fóru að fá til sín atvinnustjórnendur til að veita fyrirtækjum forystu. Síðar fóru kenningar um stjórnarhætti að rýna í samskipti við fleiri hagsmunaaðila. Samhliða þróast lagaleg umgjörð stjórnarhátta og leiðbeiningar um stjórnarhætti ekki síst vegna þess að þau vandamál og sú áhætta sem er viðfangsefni stjórnarhátta birtist í raun og veru gegnum stórfelld tjón þegar fyrirtæki fóru að falla vegna misbrests í stjórnarháttum og umboðssvika. Þessi grein miðar að því gefa innsýn í fræðasviðið og þróun leiðbeininga um stjórnarhætti. Annars vegar er áherslan á fræðilegt yfirlit yfir rannsóknir á stjórnarháttum þar sem fjallað er um stjórnarhætti fyrirtækja út frá hluthöfum, hagsmunaaðilum, lagalegri hlið og út frá leiðbeiningum. Hins vegar er athyglinni beint að hinum hagnýta þætti stjórnarhátta þar sem gerð er könnunar rannsókn á þróun leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi. Skoðað er hvað það er sem leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja fjalla almennt um og síðan er rýnt í allar útgáfur af íslensku leiðbeiningum sem birtar hafa verið á síðustu 17 árum, en þær eru sex talsins. Fyrst í stað, frá 2004, var áherslan mest á leiðbeiningar varðandi hluthafa, stjórn og stjórnarmenn. Eftir hrun 2008 var lögð meiri áhersla á leiðbeiningar varðandi stjórnarmenn og upplýsingagjöf til samfélagsins samhliða því sem kveðið er nánar á um hlutverk stjórnar. Á síðustu árum hefur athyglin verið mest á þróun leiðbeininga varðandi starf undirnefnda stjórnar og stöðu þeirra nefnda gagnvart hluthöfum, stjórn og framkvæmdastjórn.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
17

Helgadóttir, Dagbjört Una, and Arney Einarsdóttir. "Einkenni og árangur ólíkra fundarforma: staðfunda, fjarfunda og blandaðra funda." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 19, no. 2 (December 19, 2022): 97–122. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2022.19.2.6.

Full text
Abstract:
Markmiðið er að prófa réttmæti og áreiðanleika mælitækis til að meta einkenni og árangur funda, bæði í hagnýtum og fræðilegum tilgangi og samtímis gefa innsýn í einkenni árangursríkra funda eftir fundarformi. Hugsmíðarréttmæti og áreiðanleiki mælitækis eru prófuð og vísbendingar um einkenni fengin með því að bera saman lykileinkenni og árangur staðfunda, fjarfunda og blandaðra funda og greina hvað einkennir fundarformin þrjú og árangur þeirra. Hentugleikaúrtak var tekið meðal háskólanema á meistarastigi og í opnu snjóboltaúrtaki á samfélagsmiðli. Rafræn könnun var lögð fyrir í febrúar 2022 og byggja niðurstöður á svörum 289 þátttakenda. Einkenni funda eru hér, samkvæmt niðurstöðu þáttagreiningar og áreiðanleikaprófunar, flokkuð í fjóra yfirþætti: undirbúning, fundaraðstæður, framkvæmd og skipulag. Styrkleikar og veikleikar þriggja fundarforma eru greindir með samanburði og tengsl einkenna við árangur eru greind með fylgni- og aðhvarfsgreiningu. Þátttakendur upplifa fjarfundi og staðfundi álíka árangursríka, en blandaða fundi árangursminni. Framkvæmd funda hefur sterkasta fylgni við mat á árangri funda, óháð fundarformi. Fjarfundir hafa ýmsa mikilvæga yfirburði varðandi framkvæmd, skipulag og undirbúning en blandaða fundarformið ýmsa veikleika í framkvæmd, fundaraðstæðum og skipulagi. Jákvæð einkenni fjarfunda birtast í skýrri markmiðssetningu, betur virtum tímamörkum og faglegri undirbúningi, s.s. eins og í formi dagskrár, fundarstjóra og upplýsingamiðlunar fyrir fundi. Samskipti fara meira út fyrir efni fundar á staðfundum, en þátttakendur upplifa þó virkari hlustun á þeim en á öðrum fundum. Niðurstöður benda til þess að fjarfundir séu ákjósanlegur kostur þegar þarf skilvirka úrlausn og ákvörðunartöku, og þegar ná þarf fleira fólki saman. Staðfundir eru þó enn mikilvægir til að byggja upp og viðhalda tengslum og þar sem þátttakendur virðast upplifa virkari hlustun í því fundarformi. Huga þarf vel að framkvæmd og fundaraðstæðum á blönduðum fundum, þ.m.t. að tæknimálum og hljóðvist, en einnig leitast við að koma í veg fyrir að þátttakendur upplifi sig afskipta.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
18

Björnsdóttir, Íris, Sigfríður Karlsdóttir, and Sólrún Sigurðardóttir. "Mér fannst ég verða aftur ég sjálf." Tímarit hjúkrunarfræðinga 100, no. 2 (2024): 42–51. http://dx.doi.org/10.33112/th.100.2.1.

Full text
Abstract:
Tilgangur Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla aukinnar þekkingar á reynslu kvenna af hormónauppbótarmeðferð á breytingaskeiði. Breytingaskeið getur hafist allt að 10 árum áður en tíðahvörf skella á. Á þessu skeiði getur konan upplifað ýmis líkamleg og andleg einkenni. Hormónameðferð tengd breytingaskeiði er árangursríkur meðferðarmöguleiki til meðhöndlunar á líkamlegri og andlegri vanlíðan. Aðferð Eigindleg fyrirbærafræðileg aðferð var valin og stuðst við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru 12 íslenskar konur á aldrinum 47-53 ára sem höfðu verið á hormónauppbótarmeðferð síðustu 3-24 mánuði og voru valdar með tilgangsúrtaki. Tekin voru 12 einstaklingsviðtöl, rituð upp orð fyrir orð og að lokum þemagreind. Niðurstöður Yfirþema rannsóknarinnar var: Mér fannst ég verða aftur ég sjálf. Jafnframt voru sex meginþemu greind: Líkaminn varð aftur eins og ég þekkti hann, Það kviknaði aftur á mér, Félagsleg tengsl byggð upp, Eftirsjá að tímanum sem ég missti, Virk hlustun og samskipti og Þetta þroskar mann. Konurnar greindu frá jákvæðum líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum eftir að þær byrjuðu á hormónauppbótarmeðferð. Til dæmis hurfu verkir í liðum og þær hvíldust betur á nóttunni sem var ein af ástæðum þess að þær byrjuðu á hormónameðferð. Í rannsókninni kom fram að konurnar hefðu viljað fá greiningu fyrr þar sem þær áttu nokkrar læknisheimsóknir að baki og upplifðu eftirsjá að tímanum þegar þær voru að kljást við einkenni breytingaskeiðs. Einnig hefðu þær viljað fá meiri skilning frá fagfólki þegar þær leituðu eftir aðstoð. Ályktun Álykta má að hormónauppbótarmeðferð bæti verulega líkamlega-, andlega- og félagslega líðan kvenna á breytingaskeiði. Mikilvægt er að heilsugæslan komi til móts við konur sem eru að ganga í gegnum breytingaskeiðið og bæti stuðning og fræðslu til þeirra um breytingaskeiðið þannig að þær geti tekið upplýsta ákvörðun um ávinning og áhættuþætti hormónauppbótarmeðferðar. Lykilorð Hormónauppbótarmeðferð, breytingaskeið, reynsla, konur, fyrirbærafræði
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
19

Gestsdóttir, Helga Kristín, and Inga Jóna Jónsdóttir. "Samskiptafærni stjórnenda ríkisstofnana: Upplifun, reynsla og þarfir starfsfólks af samskiptum við stjórnendur." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 20, no. 2 (December 19, 2023): 51–70. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.4.

Full text
Abstract:
Skortur á samskiptum og samskiptavandi innan skipulagsheilda getur haft slæmar afleiðingar í för með sér, eins og að stuðla að minni afköstum starfsfólks, neikvæðri vinnutengdri streitu og aukinni starfsmannaveltu. Ítrekað hefur verið bent á af fræðimönnum að samskiptafærni stjórnenda sé lykilatriði þegar kemur að farsælli stjórnun og til að ná árangri innan skipulagsheilda. Mikilvægt er að stjórnendum takist, með viðeigandi samskiptamáta, að hrífa starfsfólk í ákveðna átt sem ýtir undir að markmiðum sé náð. Tilgangur þessarar rannsóknar er að bæta við og styrkja enn frekar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stjórnun ríkisstofnana. Markmiðið er að öðlast djúpan skilning á upplifun, reynslu, viðhorfum og þörfum starfsfólks ríkisstofnana þegar kemur að samskiptum við stjórnendur. Framlag rannsóknarinnar getur nýst stjórnendum til að rýna í samskiptafærni sína og stjórnunarstíl til að aðlaga hann enn betur að þörfum starfsfólks. Notast var við eigindlega aðferðarfræði. Tekin voru átta viðtöl við starfsfólk fjögurra ríkisstofnana. Niðurstöður gefa skýrar vísbendingar um að margt megi bæta hvað varðar samskiptafærni stjórnenda ríkisstofnana. Upplýsingaflæði þarf að vera markvissara og ná til alls starfsfólks og huga þarf sérstaklega að upplýsingagjöf í breytingarferli. Ákvarðanataka þarf að vera skilvirkari og gefa þarf ákveðið ákvarðanatökuumboð til stjórnenda á neðri stjórnstigum. Bæta þarf hvernig stjórnendur nýta samskiptahluta stjórnunarstarfsins til að fylgjast með frammistöðu starfsfólks, veita aðhald og lesa og greina starfsmannahópinn. Auk þess má bæta hvort og hvernig stjórnendur taka á erfiðum málum. Með því að huga að þessum þáttum geta stjórnendur stuðlað að auknum árangri skipulagsheilda.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
20

Ragnarsdóttir, Guðrún, and Jón Torfi Jónasson. "Stofnunareðli framhaldsskóla í faraldurskreppu. Ný reynsla og breytt umboð skólastjórnenda." Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla 18, no. 2 (December 14, 2022): 283–312. http://dx.doi.org/10.13177/irpa.a.2022.18.2.6.

Full text
Abstract:
Á vormánuðum 2020 hóf COVID-19 innreið sína. Í kjölfarið var öll staðbundin kennsla í framhaldsskólum færð í fjarkennslu út vorönnina og um haustið breyttist fyrirkomulag skólastarfs ítrekað í takt við síbreytilegar sóttvarnareglur. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast skilning á verkefnum og aðstæðum skólastjórnenda, skólameistara og aðstoðarskólameistara, og samskiptum þeirra við ýmsa hagaðila úr ytra og innra umhverfi framhaldsskólanna á fyrsta ári faraldursins. Jafnframt er leitast við að skoða hvernig niðurstöðurnar speglast í nýstofnanakenningum (e. neo-institutional theories). Leitað var eftir reynslu skólastjórnenda við mjög breyttar aðstæður og breytt umboð þeirra til aðgerða. Byggt var á blandaðri rannsóknaraðferð. Stuðst var við gögn úr tveimur spurningalistakönnunum frá Menntavísindastofnun sem náði til framhaldsskólastigsins alls og sex viðtöl við skólameistara og aðstoðarskólameistara úr þremur framhaldsskólum. Vissir þættir starfsins losnuðu úr viðjum stofnanaramma framhaldsskólans, afstofnanavæddust (e. deinstitutionalised) og breyttust mikið í faraldrinum á meðan áherslur aðila úr ytra umhverfi skóla styrktu stofnanaumgjörð skólanna og drógu úr umboði skólastjórnenda til áhrifa. Rannsóknin staðfestir fyrri niðurstöður um að í sumum tilvikum sé eðlilegt að túlka viðbrögð skólastjórnenda sem viðbrögð stjórnenda skipulagsheilda (e. organizational leadership) og í öðrum tilfellum sem stjórnenda stofnana (e. institutional leadership). Samskiptaform milli ólíkra aðila breyttust og verkefni og verkaskipting þróuðust eftir því sem á leið. Samhliða auknu ákalli kennara um kennslufræðilegan stuðning tóku stjórnendur forystu um vissa tæknilega þætti. Þeir fóru þó ekki út fyrir það umboð sem þeir töldu sig hafa og virtu faglegt sjálfstæði kennara. Mikið álag var á skólastjórnendum og gjá myndaðist á milli starfsfólks að mati viðmælenda, einkum í upphafi faraldursins, sem aftur ýtti undir einangrun í starfi skólastjórnenda. Niðurstöðurnar vekja athygli á eðli skóla sem stofnana annars vegar og skipulagsheilda hins vegar og vekja upp áleitnar spurningar, m.a. um álag, verkaskiptingu og umboð stjórnenda til aðgerða. Þá dregur rannsóknin fram veikleika í samskiptum á milli ólíkra hópa í faraldrinum.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
21

Jacobsen, Jógvan í. Lon. "Sproglig markedsøkonomi på Færøerne / Language variation in the Faroes." Fróðskaparrit - Faroese Scientific Journal 59 (January 11, 2017): 75. http://dx.doi.org/10.18602/fsj.v59i0.44.

Full text
Abstract:
<p><strong>Úrtak</strong></p><p>Henda grein snýr seg um málsliga variatión, og eg havi valt at nærkast hesum evni við støði í hugtakinum ímyndanarligt vald á tí málsliga marknaðinum. Í samfelagsmálvísindum er tað í roynd og veru einki nýtt í tí, at mál er meira enn samskifti. Til ber at greina málsliga variatión við støði í ymsum sjónarmiðum og ástøðum. Sama hvat sjónarhorn vit nýta, so er málvariatión ein veruleiki, og uppgávan hjá samfelagsmálvísindunum er at kanna tær mekanismur, sum eru virknar, tá ið málið verður handlað á marknaðarplássum og nýtt sum mentanarligur kapitalur. Eitt slíkt sjónarhorn vísir beinleiðis, at eg eri ósamdur við Saussure, tá ið hann sigur, at tala er fullkomiliga einstaklingsbundin. Hinvegin er mítt útgangsstøði, at samskifti er ein felagslig gerð, sum er stýrd av nøkrum normum og reglum.</p><p> Íblásturin til hesa grein er frá Pierre Bourdieu (1930­2002), sum er ósamdur við málfrøðingar, sum siga, at øll kraftin liggur í sjálvum orðunum. Hinvegin sigur Bourdieu, at málnýtsla er partur av mentanarligum kapitali í einum samfelag, og at hesin kapitalurin er stýrdur av marknaðarkreftum (Bourdieu 1991). Hann sigur t.d., at skulu eini boð hava nakra ávirkan, mugu tey verða givin av einum persóni við tí neyðuga myndugleikanum og sum hevur tað neyðuga ímyndanarliga valdið til tess, at onnur skulu lýða boð hansara.</p><p><strong>A</strong><strong>bstract</strong></p><p>The topic of this article is a sociolinguistic study of language variation in Faroese. Obviously one might analyse language variation from different points of view. The term linguistic market economy refers to Pierre Bourdieus sociology of culture. On the linguistic marketplace linguistic products have certain values, and the language is used as cultural capital. This point of view disagrees with the claim of Saussure that speech is individual. My contribution is to show which mechanisms are active when language is used.</p><p> The inspiration to my approach is Pierre Bourdieu. He actually disagrees with linguists, who claim that meaning of words is within the words themselves. On the contrary, Bourdieu says that the power comes from the social circumstances in which the words are used. He claims for instance that if an individual shall obey an instruction, it must be given of a person with authority and symbolic power.</p>
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
22

Bragadóttir, Guðrún. "Til tunglsins og til baka: Takmarkalaus ást og gervigreindarmyndin." Ritið 21, no. 1 (2021): 103–27. http://dx.doi.org/10.33112/ritid.21.1.6.

Full text
Abstract:
Með þróun gervigreindar undanfarna áratugi hafa dúkkur, vélmenni og forrit færst sífellt nær því að leysa manneskjur af hólmi í persónulegum samskiptum. Ljóst er að ýmiss konar tækni – allt frá stefnumótaforritum til ástarvélmenna – setur nú þegar svip sinn á ástarsambönd í nútímasamfélögum og er jafnvel farin að hafa áhrif á það hvernig við hugsum um ást. Í greininni eru kenningar Sigmunds Freuds um ást skoðaðar í samhengi við gervigreind eins og hún birtist í vísindaskáldskaparmynd Spike Jonze, Hún (Her, 2013). Leitast er við að stofna til eins konar samræðna milli kvikmyndarinnar og hugmynda Freuds, með það að markmiði að varpa ljósi á hvort tveggja. Sjónum er sérstaklega beint að hvatahagkerfinu sem Freud taldi einkenna ástarsambönd og þeim áhrifum sem gervigreint ástarviðfang, sem er ekki sömu takmörkunum háð og manneskjan, kann að hafa á upplifun mannsins sem elskar það.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
23

Ingason, Helgi, and Jón Grétarsson. "Starfsumhverfi og helstu aðferðir íslenskra verkefnastjóra." Icelandic Journal of Engineering 30, no. 1 (May 18, 2024): 1–22. http://dx.doi.org/10.33112/ije.30.2.

Full text
Abstract:
Í rannsókn þessari er leitast við að bregða ljósi á starfsumhverfi verkefnastjóra á Íslandi auk þess að skapa yfirlit yfir helstu aðferðir sem verkefnastjórar á Íslandi nota. Gagna var aflað með því að senda út könnun á stóran hóp fólks sem hlotið hefur alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun á vegum Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Í ljós kom að flestir þeirra starfa hjá fyrirtækjum sem teljast stór á íslenskan mælikvarða og þeir stýra verkefnum sem eru á annað hundrað milljónir að fjárhagslegu umfangi og taka að jafnaði ár eða styttri tíma. Ennfremur kemur í ljós að umboð þessara verkefnastjóra til ákvarðana í þeim verkefnum sem þeir stjórna er takmarkað. Umboð karlkyns verkefnastjóra er þó sterkara en umboð kvenkyns verkefnastjóra, starfsreynsla þeirra er lengri og fjárhagslegt umfang verkefna sem þeir stýra er meira. Algengustu aðferðir verkefnastjórans samkvæmt þessari könnun eru verk- og tímaáætlun, kostnaðaráætlun, ræsfundur, áhættugreining, verklýsing, formleg lúkning verkefnis og þarfagreining. Dæmi um aðferðir sem þátttakendur telja að myndu hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu verkefnis ef notkun á þeim væri aukin eru skýr afmörkun og umfang verkefnis, samskiptaáætlun og skipurit, kostnaðaráætlanir, mannleg samskipta- og leiðtogahæfni, hluttekning og virk hlustun, þarfagreining, hagsmunaaðilagreining, verk- og tímaáætlunarhugbúnaður og ýmis verkefnastjórnunarkerfi. Litlar breytingar hafa orðið á þessari upptalningu frá sambærilegri könnun árið 2012.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
24

Kjartansdóttir, Katla, and Kristinn Schram. "„Fólk í feldklæðum“. Lundar og hvítabirnir á mannöld." Ritið 20, no. 1 (May 7, 2020): 49–77. http://dx.doi.org/10.33112/ritid.20.1.3.

Full text
Abstract:
Ólíkar birtingarmyndir tveggja dýrategunda, hvítabjarna og lunda, eru hér til umfjöllunar í samhengi efnismenningar og frásagna fortíðar og samtíma. Rætt er um með hvaða hætti hlutverk þeirra hefur fléttast saman við sjálfsmyndir og mismunandi menningarlegt samhengi. Spurt er hvernig merking þessara dýra hefur frá fornu fari tekið breytingum og þróast. Þar má nefna ýmsa merkingarauka í tengslum við loftslagsbreytingar, aukna umhverfisvitund og vaxandi áherslur á norðurslóðir sem birtast í myndrænni og efnislegri framsetningu, til dæmis í íslenskri ferðaþjónustu, á söfnum og í myndlist. Bakgrunnur ímyndanna í frásagnarhefð er skoðaður með tilliti til tákna og túlkunar á samskiptum manneskjunnar við náttúruöflin. Tekin eru til umfjöllunar dæmi um hvernig íslenskir myndlistarmenn hafa unnið með þessi dýr í verkum sínum, meðal annars til að vekja upp spurningar um umhverfismál en einnig til að varpa gagnrýnu ljósi á flókna menningarlega sjálfsmynd Íslendinga í hnattvæddum og kynlegum heimi samtímans. Knýjandi áskoranir varðandi umhverfismál og sameiginlegt vistkerfi blasa við, þvert á tegundir, og er hér lögð áhersla á þétta samfléttun manneskju og dýra.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
25

Waage, Edda R. H., and Karl Benediktsson. "„Nytsömust íslenzkra anda“. Æðarfuglinn, friðun hans og aðdragandi fyrstu fuglafriðunarlaganna." Ritið 20, no. 1 (May 8, 2020): 79–106. http://dx.doi.org/10.33112/ritid.20.1.4.

Full text
Abstract:
Allt frá fyrstu öldum byggðar hér á landi hefur æðarfugl verið til mikilla nytja. Egg fuglsins hafa verið tekin alla tíð og veiðar á fuglinum voru stundaðar lengi framan af. Það var ekki fyrr en árið 1847 sem æðarfugl var friðaður fyrir allri veiði, fyrst allra fuglategunda. Friðun æðarfugls byggir reyndar á öðrum nytjum, nefnilega dúntekju, en frá 17. öld, eftir að Íslendingar lærðu að hreinsa dún, hefur æðardúnn verið verðmæt útflutningsvara. Í þessari grein er sjónum beint að nytjasambandi manns og æðarfugls út frá pósthúmanísku sjónarhorni. Horft er til þeirrar efnismenningar sem hefur skapast í gagnvirku sambandi manns og æðar. Fjallað er um tengsl æðarræktar og friðunar æðarfuglsins, sem og það fordæmi sem sett var með friðun fuglsins fyrir verndun fugla af öðrum tegundum. Með þessu er leidd í ljós sú gerendahæfni sem æðarfuglinn hefur haft við þróun fuglaverndar hér á landi. Í hnotskurn sýnir þetta dæmi hvernig gerendatengsl í samskiptum manna og náttúru eru til muna flóknari en oftast er álitið.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
26

Gunnþórsdóttir, Hermína, Stéphanie Barillé, and Markus Meckl. "Nemendur af erlendum uppruna: Reynsla foreldra og kennara af námi og kennslu." Tímarit um uppeldi og menntun 26, no. 1-2 (December 22, 2017): 21. http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2017.26.2.

Full text
Abstract:
Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið í íslenskum skólum. Það kallar á að skólar bregðist við námsþörfum þessa nemendahóps. Markmið þessarar greinar er að fjalla um reynslu kennara og foreldra af menntun nemenda af erlendum uppruna. Í eigindlegri rannsókn voru tekin viðtöl við þrjátíu og átta grunnskólakennara um reynslu þeirra af því að kenna nemendum af erlendum uppruna og helstu áskoranir sem því fylgja. Einnig voru tekin viðtöl við tíu erlenda foreldra um reynslu þeirra af íslenskum skólum. Niðurstöður sýna að kennarar telja sig ekki vera nægilega vel studda til þess að skilja og takast á við námsþarfir nemendanna. Upplifun foreldra litast af hugmyndum þeirra um skólann sem hinn hefðbundna stað fyrir nám og íslenska skólakerfið ögrar þessum skilningi þeirra. Skortur er á samvinnu og samskiptum milli forelda og kennara. Í niðurlagi er lagt til að skólar stuðli að markvissari umræðu um þarfir nemenda og væntingar foreldra svo að efla megi og bæta menntun nemenda af erlendum uppruna.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
27

Gunnarsdóttir, Sigrún, and Erla Sólveig Kristjánsdóttir. "Besta umbunin er að sjá eitthvað lifna: Upplifun sérfræðinga í ráðuneytum af ánægju í starfi." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 17, no. 2 (December 29, 2020): 1–18. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2020.17.1.1.

Full text
Abstract:
Starf ráðuneyta snertir alla landsmenn og sérfræðingar í ráðuneytum gegna mikilvægum skyldum gagnvart ráðherra og í verkefnum ráðuneyta. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta hér á landi og að þar þurfi að huga betur að stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingum og umbótum innan stjórnsýslunnar en fyrir liggur takmörkuð þekking um reynslu sérfræðinga í starfi. Þess vegna er mikilvægt að skoða reynslu sérfræðinga í ráðuneytum sem starfa undir miklu álagi og kröfum til að auka skilning á því hvaða þættir tengjast starfsánægju þeirra. Tekin voru djúpviðtöl við sérfræðinga með langa starfsreynslu. Viðtöl voru greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Fjögur þemu spruttu upp úr gögnunum: 1) Besta umbunin er að sjá eitthvað lifna, 2) Það tekur töluvert á að hafa stjórnlyndan yfirmann, 3) Það eru kröfur, ofboðslegar kröfur á okkur, alltaf meiri og meiri kröfur, og 4) Fá oft ekki að blómstra. Helstu niðurstöður sýna að þrátt fyrir að vinna undir miklu álagi og tímapressu hafa sérfræðingarnir ástríðu fyrir starfinu og brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Þeir upplifa oft vantraust og skipulagsleysi, þekking þeirra nýtist oft ekki sem skyldi og þeir ná þess vegna ekki að blómstra í starfi. Rannsóknin veitir nýja sýn í störf sérfræðinga í ráðuneytum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæta þurfi skipulag og stjórnun innan ráðuneytanna með áherslu á aukinn stuðning við starfsmenn og að efla enn frekar innri starfshvöt og ábyrgðarskyldu.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
28

Christiansen, Þóra H., and Erla S. Kristjánsdóttir. "„Frelsi til að leggja mitt af mörkum til samfélagsins”:." Tímarit um viðskipti og efnahagsmál 20, no. 2 (December 19, 2023): 1–16. http://dx.doi.org/10.24122/tve.a.2023.20.2.1.

Full text
Abstract:
Innflytjendur leika æ stærra hlutverk í íslensku athafnalífi bæði sem nauðsynlegt vinnuafl og sem frumkvöðlar. Alþjóðlegar rannsóknir sýna að innflytjendur mæta ýmsum hindrunum á vinnumarkaði en lítið er samt vitað um hvert framlag þeirra er og reynsla sem eigendur fyrirtækja og frumkvöðlar hérlendis. Þessi veigamikli þáttur hefur verið afskiptur, en mikilvægt er að kanna samspil þátta eins og kyns, kynþáttar, þjóðernis og uppruna innflytjenda í samhengi við sérkenni hvers lands til að fá fyllri mynd. Í þessari fyrirbærafræðilegu rannsókn voru tekin viðtöl við þrettán innflytjendakonur, sem eru frumkvöðlar, til þess að skoða reynslu þeirra og upplifun sem konur, innflytjendur, minnihlutahópar og frumkvöðlar. Niðurstöður leiddu í ljós skörun hindrana sem konurnar upplifa, en einnig hæfni kvennanna til að koma auga á tækifæri fyrir eigin atbeina og einnig sækja styrk til síns innflytjendanets. Fyrir sumar konurnar kom frumkvöðlahlutverkið til af nauðsyn, en meirihlutinn var drifinn áfram af löngun til leggja sinn skerf af mörkum til samfélagsins, styrkja aðra innflytjendur og konur og að færa fram lausnir og nýsköpun. Í ljós kom að smæð íslensks samfélags hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á reynslu kvennanna. Auk þess kom fram að þær upplifðu útilokun og jaðarsetningu er þær störfuðu í atvinnugeirum þar sem meirihlutinn voru karlmenn og í samskiptum við innlendar athafnakonur. Gerð er grein fyrir því hvað hvetur konurnar áfram, skörun hindrana sem konurnar mæta, byggt á skörun kyns, kynþáttar, þjóðernis og uppruna sem innflytjendur, auk umræðu um staðalmyndir og kynjahalla í frumkvöðlastarfsemi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
29

Gaini, Firouz. "Dreams of Cars on an Island - Youth, cars and cultural values in the Faroe Islands / Dreymar um bilar á oyggjum - Ungdómur, bilar og mentanarlig virði í Føroyum." Fróðskaparrit - Faroese Scientific Journal 57 (February 26, 2017): 59. http://dx.doi.org/10.18602/fsj.v57i0.72.

Full text
Abstract:
<p><strong>A</strong><strong>bstract</strong>: This article, based on a research project on youth and car cultures in the Faroe Islands, describes and analyses the meaning, value and symbol given to cars and driving among young people today. The article focuses on leisure, social interaction and cultural identity in order to understand and define the position and role of the car among young people. The risk behaviour and attitude of drivers is investigated with these questions in mind: How do young people interpret their own risk behaviour? How do young people communicate experiences and information concerning the safety and danger of driving? The article aims to give a fresh view on a field that has been characterized by strong prejudiced societal condemnation of young people’s attitudes and behaviour.</p><p> </p><p><strong>Útrak</strong></p><p>Hesin tekstur, ið hevur støði í granskingarverkætlan um ungdóm og bilmentan í Føroyum, lýsir og greinir meiningar, virði og symbol, ið ung geva bilum og bilkoyring í dag. Teksturin hyggur serliga at frítíðini, sosiala samskiftinum og mentanarliga samleikanum við tí fyri eyga at skilja og allýsa støðuna og leiklutin, ið bilurin hevur millum ung. Risiko-atferðin og hugburðurin hjá bil- førarum verða kannað við hesum spurningum í huga: Hvussu tulka ung sjálv sína risiko-atferð? Hvussu samskifta ung sínar royndir og sína vitan viðvíkjandi trygd og vanda í bilkoyring? Málið við tekstinum er at geva eina nýggja mynd av einum evni, ið hevur verið eyðkent av sterkari samfelagsligari fordøming av hugburði og atferð ungdómsins.</p>
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
30

Rúnarsdóttir, Eyrún María, and Svava Rán Valgeirsdóttir. "„Þeir leika saman og eru glaðir, það er bara svo gott“: Félagsleg tengsl og vinátta leikskólabarna af erlendum uppruna." Netla, February 11, 2020. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2019.35.

Full text
Abstract:
Niðurstöður rannsókna benda til þess að vina- og félagatengsl grunnskólabarna og unglinga af erlendum uppruna séu brothættari en tengsl sem íslenskir félagar þeirra njóta. Á leikskólastiginu skortir sambærilegar rannsóknir en þar er viðurkennt að samskipti barna og frjáls leikur sé einn þýðingarmesti þáttur námsins. Markmið eigindlegrar rannsóknar sem hér er kynnt er að skyggnast í samskipti, leik og vinatengsl leikskólabarna af erlendum uppruna. Rannsóknin var gerð í leikskóla í sjávarbyggð. Alls tóku 21 barn af einni leikskóladeild þátt í rannsókninni en lykilþátttakendur voru fjögur 5-6 ára gömul börn, tvær stúlkur og tveir drengir. Tvö þeirra áttu tælenska foreldra og tvö áttu pólska foreldra. Gögnum var safnað með hópviðtölum, paraviðtölum og einstaklingsviðtölum, myndbandsupptökum og vettvangsathugunum. Að auki teiknuðu börnin myndir af vinum sínum og tóku ljósmyndir í leikskólastarfinu. Félagsleg staða barnanna fjögurra reyndist viðkvæm en þó nutu þau flest gagnkvæmrar vináttu. Takmörkuð færni í íslensku og fá tækifæri til samskipta utan leikskóla höfðu hamlandi áhrif á félagsleg tengsl þeirra innan barnahópsins og fram komu dæmi um höfnun og útilokun. Niðurstöður benda til að stuðningur leikskólakennara í samskiptum þeirra við önnur börn hefði getað tryggt betur virka þátttöku þeirra í skólastarfinu. Í þessu skyni er mikilvægt að þekkja aðferðir barnanna til að komast inn í leik og stofna til kynna. Skerpa mætti jafnframt hlutverk skólans og kennara við að styðja og leiðbeina foreldrum barna af erlendum uppruna og hvetja þannig til aukinna tengsla við önnur börn í leikskólanum. Markmiðum skóla án aðgreiningar verður aðeins náð ef öll börn hafa jafnan aðgang að lærdómsferli leikskólans.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
31

Sverrisdóttir, Marta Kristín. "„Ég reyni að taka tillit til aðstæðna þeirra, vera sveigjanleg“ Um gæði fjarnáms og fjarnámið í Menntaskólanum á Egilsstöðum." Netla, May 22, 2022. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2022.5.

Full text
Abstract:
Á síðustu árum hefur um helmingur framhaldsskóla á Íslandi boðið upp á fjarnám í ýmsum myndum, þar á meðal Menntaskólinn á Egilsstöðum. Fjarnámið þar hefur vaxið jafnt og þétt og hafa nemendur lýst yfir ánægju sinni meðal annars með spannakerfið, skipulag og samskipti við kennara. Erfitt hefur reynst að meta gæði fjarnáms á heimsvísu en þó hafa verið þróaðir ýmsir staðlar og má finna algeng þemu varðandi hæfni og hugarfar sem æskilegt er að kennarar búi yfir til að ná árangri í kennslu á netinu. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á hvað stuðlar að auknum gæðum fjarnáms og farið er sérstaklega yfir samskipti, námsumhverfi og skipulag ásamt tæknilegum undirbúningi kennara. Einnig er fjallað um fjarnám Menntaskólans á Egilsstöðum og sagt frá könnun um fjarnám sem lögð var fyrir kennara skólans haustið 2021. Alls 19 kennarar skólans sem kenna eða hafa kennt áður í fjarnámi tóku þátt í könnuninni og helstu niðurstöður sýna styrkleika kennara varðandi skipulag og samskipti við nemendur en veikleika þegar kemur að samskiptum milli nemendanna sjálfra. Aðeins tæp 16% þátttakenda taldi sig hafa fengið fullnægjandi menntun um kennslu fjarnema í kennaranámi og hafa áhyggjur verið uppi um skort á nauðsynlegum undirbúningi kennara sem kenna í fjarnámi. Greinin varpar enn frekar ljósi á mikilvægi þess að kennarar öðlist þá hæfni og þekkingu sem kennsla í fjarnámi krefst.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
32

Pálsdóttir, Kolbrún Þ., and Ársæll Arnarsson. "Kynlífsvirkni unglinga og samskipti þeirra við foreldra." Netla, February 6, 2020. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2019.26.

Full text
Abstract:
Íslensk ungmenni byrja að stunda kynlíf að jafnaði fyrr en flest önnur evrópsk ungmenni. Unglingar sem byrja snemma að hafa samfarir eru í aukinni hættu á að upplifa neikvæðar afleiðingar kynlífs, svo sem þvingun, smitsjúkdóma og ótímabærar þunganir. Miklu skiptir að foreldrar leggi sig fram um að skapa traust til að ungmenni geti leitað til þeirra og rætt vangaveltur sínar og áhyggjur. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á tengsl milli kynlífsvirkni íslenskra unglinga og þess hversu auðvelt þeim finnst að tala við foreldrana um áhyggjur sínar. Einnig er skoðað hvort tengsl séu milli kyn foreldris og kyns unglings og ofangreindra þátta. Niðurstöður byggjast á alþjóðlegu rannsókninni Heilsa og lífskjör skólabarna (HBSC) sem lögð var fyrir íslenska unglinga í febrúar 2014. Þátttakendur voru 3.618 nemendur úr 10. bekk sem mættir voru í skólann þann dag sem könnunin var lögð fyrir. Niðurstöður sýna að um fjórðungur svarenda hefur haft samfarir, 24,4% pilta og 23,0% stúlkna. Þá sýna gögnin að unglingar sem eiga erfitt með að tala við foreldra sína um það sem veldur þeim áhyggjum eru líklegri til þess að hafa byrjað snemma að hafa samfarir en jafnaldrar þeirra. Bæði kyn virðast vera í lakari samskiptum við feður sína en mæður og stúlkur meta þau verri en strákar. Mest áhrif á kynlífsvirkni sjást meðal þeirra unglinga sem meta samskipti sín við feður mjög erfið, þar sem þeir sem hafa haft samfarir eru um það bil tvöfalt líklegri til að meta samskiptin með þeim hætti en þeir sem aldrei hafa stundað kynlíf. Rannsóknin sýnir að ákveðinn hópur unglinga í 10. bekk sem er byrjaður að stunda kynlíf telur sig eiga erfitt með að ræða við foreldra sína. Niðurstöður gefa tilefni til þess að kannað sé hvernig veita megi þeim hópi betri stuðning
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
33

Þórðarson, Sigurður. "Pólitíkin og stjórnsýslan, hvor á að gera hvað?" Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla 1, no. 1 (December 15, 2005). http://dx.doi.org/10.13177/irpa.b.2005.1.1.1.

Full text
Abstract:
Margir muna eftir samskiptum ráðuneytisstjórans stimamjúka við hinn óreynda en áhugasama ráðherra í breska sjónvarpsþættinum "Já, ráðherra" sem sýndur var á sínum tíma við miklar vinsældir. Þar lagði sá fyrrnefndi sig í framkróka um að "hafa vit fyrir" ráðherranum og koma í veg fyrir að hann gerði einhvern "óskunda" af sér, ekki síst ef það hróflaði á einhvern hátt við völdum og áhrifum ráðuneytisstjórans og annarra embættis­manna. Sjálfsagt er þetta sú mynd sem mörgum kemur fyrst í hug þegar minnst er á samskipti stjórnmála- og embættismanna. Mig langar í þessari grein að segja í stuttu máli frá minni reynslu og skoðun á samskiptum þessara aðila eftir nær þriggja áratuga störf innan opinbera kerfisins.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
34

Pálmadóttir, Hrönn. "„Mér líður eins og ég tilheyri, veit að hún lærir tungumálið fljótt.“ Foreldrar með fjölbreyttan bakgrunn og fullgildi við upphaf leikskólagöngu." Netla, August 16, 2022. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2022.9.

Full text
Abstract:
Greinin er byggð á rannsókn þar sem leitast var við að skilja hvaða merkingu foreldrar með fjölbreyttan bakgrunn leggja í reynslu sína af samskiptum og þátttöku við upphaf leikskólagöngu barna sinna. Í rannsókninni er stuðst við hugtakið fullgildi sem er þýðing á enska hugtakinu belonging. Það vísar til tilfinningar einstaklingsins af félagslegum tengslum ásamt tækifærum til samskipta og þátttöku. Hugtakið fullgildi er margslungið og greinir Yuval-Davis (2006, 2011) á milli tilfinningalegs fullgildis (e. sense of belonging) og pólitísks fullgildis (e. politics of belonging). Fullgildi er talið tengjast grundvallarþörf manneskjunnar um að tilheyra fólki, stöðum eða hlutum. Reynsla fólks af því að tilheyra hafi þannig áhrif á nám, hegðun, vellíðan og sjálfsmynd þess (May, 2013; Stratigos o.fl., 2014). Eigindlegar rannsóknaraðferðir voru notaðar við öflun gagna. Tekin voru hálfopin viðtöl við átta foreldra sex barna; feður og mæður tveggja barna og mæður fjögurra barna. Börnin voru öll undir tveggja ára aldri og höfðu verið í leikskólanum frá tveimur upp í fimm mánuði þegar rannsóknin hófst. Foreldrar tveggja barna voru með erlendan bakgrunn, tvö barnanna með íslenskan bakgrunn og tvö þeirra með annað foreldri með erlendan bakgrunn. Tvö barnanna nutu sérstaks stuðnings í leikskólanum. Greining gagna fór fram með þemagreiningu, en hún er sveigjanleg aðferð sem notuð er til að skipuleggja og greina gögn (Braun og Clarke, 2013). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að upphaf leikskólagöngu fól í sér miklar breytingar á lífi fjölskyldnanna. Val á leikskóla, þáttökuaðlögun og skipulag leikskólastarfsins sköpuðu mikilvægan grunn fyrir væntingar foreldranna af samskiptum og þátttöku í samfélagi leikskólans í framhaldinu. Í hugum foreldra var fullgildi samofið tilfinningunni af trausti og öryggi í garð leikskólans. Mikilvægt væri að leikskólinn stuðlaði að tengslum og samstarfi við foreldra, auk þess að leggja áherslu á tungumál og félagsleg samskipti barnanna í því augnamiði að þau upplifðu fullgildi innan barnahópsins.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
35

Egilson, Snæfríður Þóra, Unnur Dís Skaptadóttir, and Guðbjörg Ottósdóttir. "Innflytjendafjölskyldur með fötluð börn:." Tímarit um uppeldi og menntun 28, no. 1 (January 6, 2020). http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.1.

Full text
Abstract:
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eigafötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið ogþjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna. Rannsóknarsniðiðvar eigindlegt og byggðist á viðtölum við foreldra og þátttökuathugunum á heimilumþeirra. Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu dvalið áÍslandi allt frá 18 mánuðum til 20 ára og áttu samtals 16 fötluð börn. Reynsla fólksinsvar margþætt og breytileg en staða margra fjölskyldna var erfið, þær stóðu einar oghöfðu lítið stuðningsnet. Þótt samanburðurinn við upprunalandið væri hugsanlegahagstæður gat reynst erfitt að takast á við og samþætta viðfangsefni daglegs lífs.Óvissa í húsnæðismálum, atvinnumálum og fjármálum mótaði líf margra. Tungumálakunnátta,tryggur fjárhagur, öruggt húsnæði og viðeigandi stuðningur réðmestu um það hvernig fjölskyldunum farnaðist í nýju landi. Mikilvægt er að hugaað samskiptum og upplýsingagjöf í þjónustu við innflytjendafjölskyldur með fötluðbörn og hafa menningarhæfni að leiðarljósi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
36

Guðmundsdóttir, Helga, Geir Gunnlaugsson, and Jónína Einarsdóttir. "„Allt sem ég þrái“: Menntun og skólaganga barna sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi." Tímarit um uppeldi og menntun 27, no. 1 (June 13, 2018). http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.1.

Full text
Abstract:
Börn sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi eiga rétt á skólagöngu og viðeigandi menntun eins og önnur börn. Engu að síður hefur hvorki verið samræmd né skýr stefna um það hvernig menntun barna í þessari stöðu skuli háttað hér á landi. Markmið rannsóknarinnar er að lýsa og greina upplifun og reynslu barna og foreldra sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi af menntun og skólagöngu hérlendis. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 12 börn og foreldra þeirra síðla árs 2015. Niðurstöðurnar sýna að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hafa jákvæð áhrif á sálfélagslega vellíðan barnanna, til dæmis töldu foreldrarnir sem rætt var við að skólaganga, menntun og félagsleg samskipti hefðu dregið úr leiða, áhyggjum og aðgerðaleysi barnanna. Mikilvægt er að kennarar séu vakandi fyrir sérstökum þörfum barna með flóttabakgrunn og að þeir fái viðeigandi fræðslu og stuðning til þess að koma til móts við þær.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
37

Guðjohnsen, Ragný Þóra, and Hrund Þórarins Ingudóttir. "Borgaravitund ungmenna skoðuð í ljósi uppeldissýnar foreldra þeirra." Tímarit um uppeldi og menntun 28, no. 2 (January 28, 2020). http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.10.

Full text
Abstract:
Mikilvægt er fyrir framtíð lýðræðissamfélaga að hlúa strax í æsku að borgaravitund barna og ungmenna, bæði góðum gildum og þátttöku í samfélaginu. Í þessari tilviksrannsókn var skoðað hvernig borgaravitund tveggja ungmenna endurspeglar uppeldissýn foreldra þeirra og gefa meginniðurstöður hennar til kynna skýra samsvörun þar á milli. Veganesti foreldranna var áhersla á náin samskipti sem einkenndust af umhyggju og stuðningi, djúpar samræður og gildismat þar sem vægi virðingar, skilnings, velferðar samborgara og samfélagsábyrgðar var mikið. Þá nefndu bæði foreldrarnir og ungmennin mikilvægi nokkurra óformlegra borgaralegra viðmiða, eins og að fylgja lögum, vera vinnusamur og koma vel fram við aðra. Gildi rannsóknarinnar liggur í vísbendingum um að foreldrar gegni mikilvægu hlutverki við að efla borgaravitund barna sinna. Til að styðja við borgaravitund ungmenna þurfa foreldrar að setja það í forgang í uppeldinu að rækta góð samskipti, hlúa að gildismati og gefa samræðu þar sem rædd eru ólík sjónarmið og lausnir fundnar aukið vægi.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
38

Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk. "„Að geta átt góð samskipti við aðra – ég held að það sé mikilvægast“ Gildamenntun í leikskóla." Netla, November 30, 2020. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2020.10.

Full text
Abstract:
Rannsóknin byggir á gögnum úr starfendarannsókn sem unnin var í samstarfi við sjö leikskólakennara á höfuðborgarsvæðinu og stóð yfir í 24 mánuði. Markmiðið var að kanna viðhorf leikskólakennaranna til gilda og gildamenntunar (e. values education) og skoða hvernig þeir miðla gildum til leikskólabarna. Hér verður leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1) Hvaða gildi telja leikskólakennarar mikilvægast að miðla til leikskólabarna og hvers vegna? 2) Hvernig líta leikskólakennarar á eigið hlutverk í gildamenntun? 3) Hvernig miðla leikskólakennarar gildum til barna?Í rannsókninni er stuðst við skilgreiningu Halstead og Taylor (2000) um að gildi séu eins konar reglur og grundvallarsannfæring sem leiðbeina fólki varðandi hegðun. Litið er svo á að gildi fólks birtist bæði í huga þess og athöfnum (Hitlin og Piliavin, 2004; Tappan, 2006).Stuðst er við félagsmenningarlegt viðhorf til náms (e. sociocultural perspective) þar sem litið er á að nám sé óaðskiljanlegt frá því félagslega samhengi sem það fer fram í (Säljö, 2005; Vygotsky, 1978). Kenning Habermas um samskipti (e. theory of communicative action) var nýtt til þess að greina hvernig kennarar miðla gildum. Habermas taldi að nám færi að mestu fram í gegnum samskipti og lagði áherslu á að þess vegna ætti að leggja meiri áherslu á samskipti í menntun barna, þar sem börnin væru virkir þátttakendur (Edgar, 2006; Habermas, 1995).Niðurstöðurnar sýna að leikskólakennararnir sem tóku þátt í rannsókninni völdu að leggja áherslu á umhyggju, virðingu og aga. Þessi þrjú gildi voru valin vegna þess að þau voru talin styðja við félagsfærni barnanna. Leikskólakennararnir töldu sitt hlutverk í gildamenntun einkum felast í að vera góðar fyrirmyndir en einnig kom fram að mikilvægt væri að nota orð og hugtök sem börnin skildu yfir þau gildi sem ætti að leggja áherslu á. Gildamenntun var frekar dulin í starfinu í upphafi, en varð skýrari þegar leið á starfendarannsóknina.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
39

Gunnþórsdóttir, Hermína, Kheirie El Hariri, and Markus Meckl. "Sýrlenskir nemendur í íslenskum grunnskólum: Upplifun nemenda, foreldra og kennara." Netla, November 30, 2020. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2020.8.

Full text
Abstract:
Árið 2016 tók Ísland á móti hópi sýrlenskra kvótaflóttamanna í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Í þessari eigindlegu rannsókn er upplifun hluta þessa hóps, kennara hans og foreldra, af grunnskólanámi á Íslandi könnuð. Til gagnaöflunar voru notuð hálfstöðluð viðtöl. Þátttakendur voru alls sautján; foreldrar og börn úr þremur fjölskyldum og fimm kennarar, og voru tekin viðtöl einu sinni, vorið 2018. Einstaklingsviðtöl voru tekin við kennara og foreldra en hópviðtöl tekin við nemendur. Þemagreining var notuð við að greina gögnin. Niðurstöður eru kynntar undir þremur meginþemum: (1) Að skilja ný viðmið um nám og kennslu, (2) Hlutverk samskipta og ábyrgð, og (3) Er Ísland hluti af framtíðinni? Þemun þrjú eiga sér sameiginlegan þráð sem ræddur verður sérstaklega en það er menningarmunur sem birtist þó með ólíkum hætti í máli viðmælenda. Niðurstöður benda til þess að menningarleg gildi hafi haft áhrif á menntunarferlið sem varð til þess að samskipti heimilis og skóla urðu ómarkviss. Það leiddi meðal annars til þess að foreldrar báru ekki fullt traust til íslenskra skóla barna sinna. Kennara virtist skorta viðeigandi stuðning og þjálfun til að takast á við aðstæður þessa tiltekna nemendahóps. Þrátt fyrir þetta sögðust nemendur sjálfir vera ánægðir með skólann sinn og eiga í góðu sambandi við kennara sína
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
40

Geirsdóttir, Guðrún, Marco Solimene, Ragna Kemp Haraldsdóttir, and Thamar Melanie Heijstra. "Surfing a Steep Learning Curve: Academics’ experience of changing teaching and assessment due to COVID-19." Netla, February 18, 2021. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2020.24.

Full text
Abstract:
Í lok febrúar 2020 lýsti ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni og landlækni, yfir óvissustigi almannavarna vegna COVID-19. Rektor Háskóla Íslands hvatti starfsfólk og nemendur til að fylgjast með upplýsingum frá Landlæknisembættinu og hlýða ráðum og fyrirmælum sem þaðan komu. Í kjölfarið var neyðarstig almannavarna virkjað á Íslandi og samkomur takmarkaðar til að vernda íbúa landsins. Um miðjan mars var háskólum lokað og fengu kennarar Háskóla Íslands það verkefni að færa alla kennslu á örskömmum tíma úr hefðbundnu staðnámi í kennslustofum yfir í fjarnám. Háskólakennarar bjuggu á þessum tímapunkti yfir mismikilli reynslu af rafrænum kennsluháttum og margir þeirra hófu hraða vegferð upp bratta lærdómskúrfu. Á meðan rannsóknir hafa beinst að upplifun og reynslu nemenda, líðan þeirra og atvinnuhorfum á tímum heimsfaraldurs, hafa fáar rannsóknir varpað ljósi á leiðir kennara á háskólastigi til að endurskoða og aðlaga eigin kennslu og samskipti við nemendur að breyttri tilveru. Þessari rannsókn er ætlað að veita innsýn í reynslu háskólakennara af skyndilegum breytingum á kennsluháttum á tímum COVID-19.Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á úrræði þriggja háskólakennara sem höfðu þá sérstöðu að vera samtímis í hlutverki kennara og nemenda á þessum fordæmalausu tímum. Sem kennarar báru þeir ábyrgð á að mæta farsællega þeim áskorunum sem óhjákvæmilega fylgdu heimsfaraldrinum fyrir nemendur, og vörðuðu námsmat, endurgjöf og prófafyrirkomulag. Sem nemendur stunduðu kennararnir nám í háskólakennslufræði og upplifðu því á eigin skinni hvernig námsfyrirkomulag færðist milli stað- og fjarnáms með litlum fyrirvara. Í greininni er lögð áhersla á þá þætti sem snúa að rafrænum kennsluháttum, námsmati, samskiptum kennara og nemenda og lærdómi kennara af ofangreindum þáttum.Rannsóknargögn samanstanda af ígrundun kennarana á eigin úrræðum í kennslu sem unnin var í námskeiðinu Námsmat og endurgjöf á vormisseri 2020, reynslu þeirra af að fylgjast með kennslu hver hjá öðrum, kennslumati námskeiða, samskiptum við nemendur sem og tilkynningum og fyrirmælum háskólarektors til starfsfólks og nemenda á tímum COVID-19. Aðferðir þriggja kennara í þessari rannsókn fólust ekki síst í að vera gagnrýninn vinur (e. critical friend) í samstarfshópi (e. significant network) en það er aðferð sem felur í sér að rýna saman kennsluhætti til gagns, skapa aðstæður fyrir traust og opin samskipti og veita stuðning í þeim áskorunum sem felast í kennslu.Niðurstöður benda til þess að á meðan markmið stjórnvalda hafi verið að „fletja út kúrfuna“ til að hefta og hægja á útbreiðslu COVID-19, hafi markmið háskólans um að tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks og að nemendur gætu lokið námskeiðum með farsælum hætti orðið til þess að lærdómskúrfa háskólakennara varð brött. Þó kennararnir þrír kenni innan sama fræðasviðs voru kennsluhættir þeirra og skipulag námskeiða með ólíkum hætti. Breytingar á kennsluháttum, svo sem aukin og persónulegri samskipti við nemendur, tæknilegar áskoranir og endurskoðun námsmats, einkenndu þessa nýju kennsluhætti og juku vinnuálag kennara. Þannig fólst lærdómur kennara í að tileinka sér notkun ýmiss konar hugbúnaðar til að mæta kröfum um rafræna kennsluhætti. Þeir þurftu jafnframt að endurskipuleggja námskeið sín sem og námsmat. Kennarar stóðu einnig frammi fyrir að sinna mörgum og ólíkum hlutverkum samtímis, m.a. á sviði stjórnunar og kennslufræði, auk þess að fela í sér bæði félagslegan og tæknilegan stuðning við nemendur. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja fyrri rannsóknir hvað varðar þær áskoranir sem felast í að skipta stöðugt um hlutverk. Slík umskipti geta reynst kennurum erfið, ekki síst ef ekki hefur gefist tækifæri til þjálfunar áður en beita á nýjum aðferðum. Breytingar á kennsluháttum fólu einnig í sér jákvæðar hliðar, svo sem nýja reynslu kennara af upplýsingatækni, aukið jafnræði milli staðnema og fjarnema svo og nemendamiðaðri sýn kennara í kennslu. Niðurstöður benda einnig til þess að þátttaka kennara í háskólakennslufræði, áhersla námsins á ígrunduð vinnubrögð sem og náin samvinna og gagnkvæmur stuðningur á milli kennaranna þriggja sem og milli þeirra og leiðbeinanda námskeiðsins Námsmat og endurgjöf hafi orðið til þess að átökin við bratta lærdómskúrfu urðu viðráðanleg og hægt var í sameiningu að draga lærdóm af reynslunni.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
41

Þorkelsdóttir, Rannveig Björk, and Sólveig Þórðardóttir. "Söngleikur sem félagslegur vettvangur." Netla, September 2, 2020. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2020.5.

Full text
Abstract:
Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt: Annars vegar að skoða félagslegan ávinning söngleikjaþátttöku og mikilvægi söngleikjaforms sem óhefðbundins náms og hins vegar að skoða hvaða áhrif söngleikjaþátttaka hefur á félagskvíða hjá nemendum með frammistöðukvíða. Rannsóknin var eigindleg viðtalsrannsókn þar sem viðtöl voru tekin við unglinga í grunnskóla sem tóku þátt í söngleik. Þá voru dagbókarfærslur rannsakanda einnig hluti af gögnum sem og reynsla hans á vettvangi. Niðurstöður sýna að óhefðbundið nám í söngleiksuppfærslu er mikilvægur vettvangur til að efla félagsfærni nemenda. Jafnframt hefur söngleikjaþátttaka góð áhrif á félagskvíða og eflir samskiptafærni nemenda. Þá sýndu niðurstöðurnar að söngleikur er mikilvægur vettvangur fyrir nemendur til að kynnast og losa um hömlur. Jafnframt hefur þátttakan jákvæð áhrif á félagsfærni og minnkar félagskvíða en margir nemendur upplifðu aukið öryggi í félagslegum samskiptum í gegnum söngleikjaferlið. Niðurstöðurnar eru mikilvægar til að sýna fram á hversu nauðsynlegt er að efla óhefðbundið nám og listgreinar og til að styrkja félagsfærni og sjálfstraust nemenda. Jafnframt skipta þær máli til að hjálpa félagskvíðnum nemendum þar sem félagskvíði byggir meðal annars á félagslegri fullkomnunaráráttu sem lýsir sér helst á þann veg að nemendur eru hræddir við að gera „samskiptamistök“. Söngleikur, þar sem eiga sér stað mikil samskipti, er því gagnlegur jafnt sem krefjandi vettvangur fyrir þá félagskvíðnu.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
42

Blöndal, Kristjana Stella, and Elva Björk Ágústsdóttir. "Skuldbinding nemenda og tengsl við kennara í framhaldsskóla." Netla, December 13, 2022. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2022.78.

Full text
Abstract:
Miklu skiptir fyrir farsæla skólagöngu að nemendur taki virkan þátt í skólanum, tengist skólasamfélaginu og finnist námið merkingarbært. Rannsóknir sýna að stór hópur framhaldsskólanemenda virðist afhuga námi og samsama sig ekki skólanum. Lítil skuldbinding á þessu aldursskeiði hefur verið rakin til þess að framhaldsskólaumhverfið komi ekki nægilega til móts við þarfir nemenda á þessu þroskaskeiði en rannsóknir skortir. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á samskipti nemenda og kennara í framhaldsskóla og hvernig reynsla nemenda mótar skuldbindingu þeirra til náms og skóla. Leitast verður við að svara því hvaða þættir í samskiptunum efla skuldbindingu nemenda til náms og skóla. Tilgangurinn er að dýpka innsýn kennara og annars skólafólks í reynslu framhaldsskólanemenda og þar með stuðla að góðum tengslum kennara og nemenda og farsælli skólagöngu. Byggt er á eigindlegri viðtalsrannsókn sem náði til 15 nemenda í sex mismunandi framhaldsskólum. Rannsóknin var framkvæmd á tímum samkomutakmarkana vegna COVID-19 og var spurt um reynslu framhaldsskólanemendanna af samskiptum við kennara fyrir heimsfaraldurinn annars vegar og hins vegar í gegnum tölvuskjá þegar hefðbundið skólahald lagðist af. Með því að beina sjónum að skólahaldi við þessar ólíku aðstæður var leitast við að draga skýrar fram sýn ungmenna á þá þætti í samskiptum við kennara sem eru þeim mikilvægir. Greina mátti þrjú meginþemu í upplifun ungmennanna á jákvæðum samskiptum kennara og nemenda. Þau eru 1) að kennarinn leitast við að skapa tengsl við nemendur, 2) að umhyggja og stuðningur kennarans eykur vellíðan nemenda, og 3) að hvetjandi nærvera kennarans er drifkraftur í námi. Skýrt kom fram hversu miklu máli tengsl við kennara skiptu fyrir skuldbindingu viðmælenda og lýstu þeir hvernig góð tengsl við kennara höfðu jákvæð áhrif á nám þeirra, virkni, vellíðan og gleði í skólanum. Aftur á móti upplifðu þeir minna aðgengi að kennurum í framhaldsskólum en þeir áttu að venjast í grunnskóla. Þótt samband kennara og nemenda breytist eftir því sem nemendur þroskast og framhaldsskólinn sé talinn ópersónulegri en fyrri skólastig, varpa niðurstöðurnar ljósi á einstakt hlutverk kennara og hve mikilvægt náið samband kennara og nemenda er fyrir skólagöngu framhaldsskólanema.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
43

Sigurðardóttir, Ingibjörg Ósk, Emilía Lilja Rakelar Gilbertsdóttir, and Sigríður Þorbjörnsdóttir. "„Ég elska flæðið, minna stress, minna um árekstra“." Netla, November 29, 2023. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2023/15.

Full text
Abstract:
Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig innleiðing flæðis í leikskólastarf getur stutt við samskipti barna og meðvitund starfsfólks um eigið hlutverk. Auk þess var sjónum beint að hlutverki faglegs leiðtoga í breytingaferli. Margar rannsóknir sýna að leikskólabörn læra best í gegnum leik þar sem áhugi þeirra og frumkvæði fær að njóta sín. Rannsóknir sýna jafnframt að flæðisskipulag í leikskólum veitir börnum meira vald yfir eigin námi sem styður um leið við vellíðan þeirra. Í rannsókninni sem hér segir frá er byggt á kenningu Csikszentmihalyi um flæði þar sem megináherslan er á frumkvæði og áhuga barna. Einnig er stuðst við kenningar um forystu þar sem litið er á mikilvægi hlutverks faglegs leiðtoga í að innleiða breytingar og styðja starfsfólk í því ferli. Rannsóknin var með starfendarannsóknarsniði, fór fram í einum leikskóla og stóð yfir í tvö ár. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að aðferðafræði starfendarannsókna sé áhrifarík nálgun til að þróa starfshætti og innleiða breytingar. Gögnum var safnað með fjölbreyttum hætti, eins og viðtölum, vettvangsathugunum, ljósmyndum og dagbókarskrifum. Gögnin voru greind með þemagreiningu. Niðurstöðurnar benda til þess að innleiðing flæðis hafi haft áhrif á samskipti barnanna í leikskólanum. Þau urðu glaðari og árekstrum þeirra á milli fækkaði. Starfsfólkið upplifði minni streitu í starfi og aukin tækifæri til sveigjanleika. Ígrundun og samtal á milli starfsfólks studdi það í að skilja og verða virkt í flæðisskipulaginu. Rannsóknin er mikilvægt innlegg í umræðu um leikskólastarf og styður einnig við hugmyndir um að starfendarannsóknir séu góð leið til að bæta skólastarf.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
44

Jónsdóttir, Kristín. "Tengslin við heimilin trosnuðu merkilega lítið í fyrstu bylgju COVID-19: Sjónarhorn stjórnenda og grunnskólakennara." Netla, February 18, 2021. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2020.21.

Full text
Abstract:
Viðvera nemenda var minnkuð í langflestum grunnskólum vorið 2020 þegar fyrsta bylgja COVID-19 gekk yfir en á móti kom að upplýsingagjöf til foreldra var aukin og fjarkennsla tekin upp. Skipulag viðveru og fjarkennslu var mismunandi milli skóla og sveitarfélaga en allir væntu þess að nemendur lærðu heimavið.Þessi rannsókn beinist að viðhorfum skólastjórnenda og kennara. Þeir svöruðu spurningakönnun í apríl 2020 en svör bárust frá 151 grunnskóla af 170 skólum á landinu öllu. Niðurstöður sýndu að stjórnendum og kennurum var ljóst að aðstæður nemenda til náms heimavið væru mismunandi. Þeir lögðu mikla vinnu í að halda uppi kennslu og búa nemendur út með námsefni og verkefni. Kennarar vörðu meiri tíma en í venjulegu árferði í undirbúning kennslu og kennsluna sjálfa, sem og í upplýsingamiðlun og samskipti við heimilin. Stjórnendur og kennarar voru ánægðir með hvernig kennslan var á heildina litið en þeim fannst nokkuð skorta á að þátttaka foreldra í námi barna sinna væri eins góð og kennslan á þessum tíma. Bæði kennarar og stjórnendur lýstu áhyggjum af slakri mætingu nemenda af erlendum uppruna og þeirra sem hafa veikt bakland. Tengsl skóla og heimila styrktust frekar en veiktust á þessu tímabili þrátt fyrir álag í samfélaginu. Ályktun höfundar byggir á að (1) starfsfólk skóla lagði sig fram um að halda skólunum opnum og stýra góðri og vel undirbúinni kennslu af fagmennsku um leið og það fékk skýrari mynd af aðstæðum nemenda heimavið; (2) svo virðist sem foreldrar hafi fengið meiri innsýn í fjölbreytt og krefjandi viðfangsefni grunnskólanáms og oftast sýnt skólafólkinu þakklæti og virðingu; (3) samskipti heimila og skóla jukust verulega í flestum tilvikum og kennarar og foreldrar unnu saman eftir nýjum leiðum. Tengsl kennara við nemendur úr viðkvæmum hópum rofnuðu frekar en við skólasystkin þeirra svo neikvæð áhrif fyrstu bylgju faraldursins virðast hafa bitnað harðast á þeim
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
45

Ragnarsdóttir, Guðrún, Súsanna Margrét Gestsdóttir, Amalía Björnsdóttir, and Elsa Eiríksdóttir. "Starfsumhverfi framhaldsskólakennara á fyrsta ári COVID-19 heimsfaraldurs." Netla, October 31, 2022. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2022.12.

Full text
Abstract:
Framhaldsskólastigið fór ekki varhluta af breyttu starfsumhverfi vegna COVID-19-faraldursins. Þegar samkomubann var sett á í mars 2020 fluttist öll staðkennsla yfir í fjarkennslu og hélst það fyrirkomulag fram eftir vorönn 2020. Um haustið tók við tímabil síbreytilegra samkomutakmarkana. Kennt var ýmist á staðnum eða í eins konar blöndu af fjar- og staðnámi en í lok annar fluttist kennsla aftur alfarið yfir í fjarkennslu. Markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á starfsumhverfi íslenskra framhaldsskólakennara við síbreytilegar aðstæður árið 2020. Sérstök áhersla er lögð á starfsaðstæður framhaldsskólakennara, starfsskyldur, stuðning og álag en einnig á samskipti kennara við nemendur, foreldra og samstarfsfólk. Auk þess verður kannað hvort kyn og stærð skóla hafi áhrif á fyrrgreinda þætti. Unnið er með gögn úr tveimur könnunum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands sem lagðar voru fyrir starfsfólk framhaldsskóla. Fyrri spurningalistinn var lagður fyrir í lok vorannar 2020 og sá seinni í lok haustannar 2020. Niðurstöður sýna að kennarastarfið tók miklum breytingum á fyrsta ári heimsfaraldurs. Framhaldsskólakennarar fundu fyrir auknu álagi og þeim fannst starf sitt flóknara en áður. Streita jókst frá vormisseri til haustmisseris, þrátt fyrir þá tilfinningu kennara að þeir hefðu betri tök á starfi sínu. Konur vörðu meiri tíma í umönnun barna og þær fundu fyrir meiri streitu en karlar. Samstarf kennara var meira og fundir voru tíðari en kennurunum fannst samstarfið gagnlegt. Samskipti við nemendur og foreldra jukust í heildina, einkum að mati kvenkyns kennara. Kennarar töldu að skólarnir hefðu lagað starfshætti sína að breyttri stöðu nemenda á þessum krefjandi tímum. Niðurstöðurnar vekja áleitnar spurningar um starfsumhverfi kennara og starfsþróun þeirra á tímum heimsfaraldurs og síbreytilegra starfsaðstæðna. Þær eru jafnframt innlegg í samtal um hvernig megi bregðast við komandi kreppum og varpa ljósi á ýmsa veikleika í kerfinu.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
46

Hauksdóttir, Hildur, María Steingrímsdóttir, and Birna María B. Svanbjörnsdóttir. "Mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara: Hvaða þættir ráða för?" Tímarit um uppeldi og menntun 27, no. 2 (December 21, 2018). http://dx.doi.org/10.24270/tuuom.2018.27.7.

Full text
Abstract:
Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun 2016 voru tekin viðtöl við átta nýliða í framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að nýir kennarar átti sig á því að starfskenning þeirra er í stöðugri þróun. Nokkrir þættir virðast vega þyngra en aðrir í því ferli. Þar má nefna samskipti við nemendur, áhrif leiðsagnar og skólamenningu viðkomandi skóla. Leiðsögn fyrir nýliða er víða ómarkviss og skólamenning framhaldsskólanna veitir ekki nægan stuðning. Engu að síður virðast nýliðar þróa með sér seiglu sem er mikilvægur þáttur í starfskenningu.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
47

Þóroddsdóttir, Sigríður Rúna, and Árún K. Sigurðardóttir. "Atvikaskráning tengd skurðaðgerðum á Landspítala: Lýsandi rannsókn." Tímarit hjúkrunarfræðinga 100, no. 1 (April 2024). http://dx.doi.org/10.33112/th.100.1.3.

Full text
Abstract:
Tilgangur Óvænt atvik í heilbrigðiskerfinu eru ein af aðalástæðum óvæntra dauðsfalla og örorku í heiminum í dag og um 10% sjúklinga í hinum vestræna heimi verða fyrir skaða vegna atvika þegar þeir leggjast inn á spítala. Talið er að hægt sé að koma í veg fyrir um helming þessara atvika. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á tíðni óvæntra skráðra atvika sem tengdust skurðaðgerðum á ákveðnum deildum Landspítala á árunum 2018–2020 og kanna hvort fagfólk kemur með tillögur að leiðum til úrbóta sem kæmu í veg fyrir að atvik endurtækju sig. Aðferð Megindleg lýsandi rannsókn, gögnin voru öll skráð atvik á skurðstofum, vöknunardeildum og dagdeildum skurðlækninga Landspítala árin 2018- 2020. Niðurstöður Skráðum atvikum á þeim deildum sem rannsakaðar voru fækkaði á milli ára á meðan heildarfjöldi atvika á Landspítala var svipaður. Algengustu atvikin sem skráð voru tengdust meðferð/rannsókn, tækjabúnaði og lyfjameðferð. Talsvert var um að fagfólk skráði atvik ekki í réttan flokk samkvæmt skilgreiningum í flokkunarkerfi Landspítala eða í um 29% tilfella. Á flestum deildunum var komið með tillögur til úrbóta. Í kringum 90% allra atvika voru af alvarleikaflokki 1., þ.e. sjúklingur varð fyrir óverulegum eða engum skaða. Algengast var að fagfólk teldi að bætt samskipti, minna álag á fagfólk og betri mönnun eða bætt skráning gætu komið í veg fyrir að atvik endurtækju sig. Ályktanir Atvikaskráning á Landspítala er ekki nægjanlega markviss sem torveldar úrvinnslu og nýtingu atvikaskráningar. Þjálfun fagfólks í skráningu atvika er mikilvæg. Eins getur efling fagfólks í notkun staðla og gátlista, sem og í samskiptum bætt öryggi sjúklinga og fagfólks. Stjórnendur þurfa að stuðla að öflugri öryggismenningu með því að sýna forystu og nýta skráningu atvika til lærdóms og umbóta.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
48

Ólafsdóttir, Sigríður, and Ástrós Þóra Valsdóttir. "Málleg samskipti starfsmanna við börn með íslensku sem annað mál og börn með íslensku sem móðurmál." Netla, April 19, 2022. http://dx.doi.org/10.24270/netla.2022.1.

Full text
Abstract:
Málþroski ungra barna eflist í samræmi við hversu góða málörvun þau fá. Fyrir leikskólabörn hér á landi sem nota ekki íslensku með fjölskyldu sinni (ísl2) er mikilvægt að nýta skóladaginn vel. Þar gefast hugsanlega einu tækifæri barnanna til að þróa íslenskufærni sína. Í erlendum rannsóknum hafa komið fram jákvæð tengsl á milli orðaforða barna og þess hversu mörg og fjölbreytileg orð leikskólakennarar nota í samtölum við börnin í frjálsum leik. Áhrifin verða mest hjá börnum sem nota ekki sama tungumál með fjölskyldu sinni og í skólanum og hjá börnum sem fá fátæklega málörvun heima. Þá hafa rannsóknir sýnt að gæði málörvunar leikskólakennara hefur forspárgildi um lesskilning barna þegar þau eru komin í grunnskóla. Í leikskólastarfi er sérstaklega gagnlegt að beina opnum spurningum til barna og ná þannig fram gagnkvæmum samtölum. Meginmarkmið rannsóknarinnar voru að bera saman orðræður starfsmanna í samtölum við fimm til sex ára ísl2 leikskólabörn og við jafnaldra með íslensku sem móðurmál (ísl1), meðan á frjálsum leik þeirra stóð. Þátttakendur voru fjórir starfsmenn, en tveir þeirra voru með leikskólakennaramenntun og einn leikskólaliði, ásamt þremur ísl2 börnum og 11 ísl1 börnum. Niðurstöður sýndu að hvert ísl2 barn fékk helmingi færri orð á mínútu, helmingi færri segðir, og jafnframt mun algengari orð en ísl1 börnin. Auk þess fengu ísl2 börnin engar opnar spurningar eða orðainnlagnir, sem aðeins mátti finna í samtölum við ísl1 börnin. Mikilvægt er að leikskólastarfsfólk rýni í samskipti sín við ísl2 börn, hvort þar felist tækifæri til framfara, þannig að börnin taki reglulegum framförum í íslensku.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
49

Arnþórsson, Haukur. "Örugg netföng. Tillaga um þjóðarnetföng á Íslandi." Veftímaritið Stjórnmál og stjórnsýsla 6, no. 1 (June 15, 2010). http://dx.doi.org/10.13177/irpa.b.2010.6.1.

Full text
Abstract:
Þjóðarnetföng eru lausn fyrir samskipti á netinu milli almennings annars vegar, þar sem hann kemur fram undir eigin nafni og hins vegar aðila sem þurfa að vita við hvern þeir tala svo sem stjórnvöld og stjórnmálastofnanir, fjölmiðla, fjármálafyrirtæki og viðskiptafyrirtæki. Lausnin breytir ekki möguleikum varðandi nafnleysi netsins. Þjóðarnetföng gætu haft umtalsverð félagsleg áhrif og aukið öryggi netvinnslu innanlands. Þau henta sérstaklega vel fyrir börn og unglinga og eldra fólk og er eðlilegt að skólar taki þau upp í rekstri sínum. Þjóðarnetföng auðvelda úrlausn ýmissa opinberra verkefna og með þeim má nota margar vottanaaðferðir, sem virðist í takt við framtíðarþarfir. Þjóðarnetföng sameina bandarískar leiðir í auðkennanotkun, sem byggja á netföngum og evrópskar, sem byggja á vottunum. Samanlagt mynda þær kerfi sem vísar til framtíðar.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
50

Einarsdóttir, Jóhanna, and Eyrún María Rúnarsdóttir. "Skólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19." Netla, February 18, 2021. http://dx.doi.org/10.24270/serritnetla.2020.19.

Full text
Abstract:
Í því skyni að hamla útbreiðslu COVID-19 var gripið til þess ráðs í fyrstu bylgju faraldursins að setja hömlur á fjölda þeirra sem máttu dvelja í sama rými. Starfsemi leikskóla þurfti að laga að þessum veruleika með tilheyrandi tímatakmörkunum og fækkun viðverudaga. Þó að slík ráðstöfun geti reynst brýn hafa rannsóknir sýnt að skólalokanir og skerðing á skólasókn getur haft neikvæð áhrif á nám, líðan og félagsleg tengsl barna. Sérstaklega á það við um börn í viðkvæmri stöðu. Rannsóknin sem hér er kynnt beinist að skólasókn fjölbreyttra barnahópa í leikskólum og samskiptum starfsfólks leikskóla við foreldra á tímum COVID-19. Unnið var úr spurningakönnun sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir og send var á netföng 248 leikskóla auk þess sem tekin voru rýnihópaviðtöl við starfsfólk sex leikskóla. Niðurstöður sýna mikla takmörkun á leikskólahaldi í fyrstu bylgju COVID-19 og skerðingu á viðveru barna. Gera þurfti margvíslegar breytingar á verkefnum og viðfangsefnum barnanna, rólegra var í leikskólanum en mörg barnanna söknuðu vina sinna. Fram kom að börn af erlendum uppruna sóttu síður leikskóla en önnur börn á tímabilinu og að sumir foreldrar fóru frekar eftir upplýsingum frá upprunalandi sínu en leiðbeiningum íslenskra sóttvarnayfirvalda. Rannsóknin sýnir að brýnt er að standa betur að upplýsingagjöf til foreldra af erlendum uppruna. Samstarf starfsfólksins við fjölskyldur leikskólabarna tók breytingum. Dagleg samskipti starfsfólksins sem vann með börnunum skertust verulega og þátttaka foreldra í leikskólastarfinu minnkaði. Gæði í leikskólastarfi eru m.a. háð vel menntuðu starfsfólki sem myndar traust tengsl við hvert barn, starfsháttum þar sem skipulegt starf og leikur fléttast saman og samvinnu við fjölskyldur barnanna. Auk þess er leikskólinn mikilvægur lýðræðislegur vettvangur þar sem fjölbreyttir barnahópar starfa saman. Þær ályktanir má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar að breytingar á starfsháttum leikskóla sem lokanir og skerðing á skólasókn hafa í för með sér geti haft áhrif á bæði menntunar- og samfélagslegt hlutverk leikskólans.
APA, Harvard, Vancouver, ISO, and other styles
We offer discounts on all premium plans for authors whose works are included in thematic literature selections. Contact us to get a unique promo code!

To the bibliography